Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

57/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 782/2017, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 12. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að greiða styrki veitta 2020 og 2021 til styrkþega með fimm jöfnum greiðslum í samræmi við framvindu verks.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 6. gr. laga um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011, öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. janúar 2021.

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Sigrún Brynja Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica