Matvælaráðuneyti

504/2024

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 464/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2002 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar tilkynningu og skýrslugjöf í Sambandinu um skráða sjúkdóma (dýraheilbrigði).

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftir­taldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2002 frá 7. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar tilkynningu og skýrslugjöf í Sambandinu um skráða sjúkdóma, um snið og máls­meðferðar­reglur varðandi framlagningu og skýrslugjöf um áætlanir Sambandsins um eftir­lit með sjúk­dómum og um útrýmingaráætlanir og um umsókn um viðurkenningu á sjúkdóma­lausri stöðu og um tölvuvædda upplýsingakerfið. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­ing­inn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2021, frá 5. febrúar 2021. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 31. mars 2021, bls. 587.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1183 frá 8. júlí 2022 um breyt­ingu á II. og IV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/2002 að því er varðar tilkynningu og skýrslugjöf í Sambandinu um greiningu á tilteknum skráðum sjúkdómum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2023, frá 17. mars 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 30, frá 20. apríl 2023, bls. 44.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1451 frá 13. júlí 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/2002 að því er varðar tilkynningar um sjúk­dóma og upplýsingar sem aðildarríkin skulu leggja fram varðandi samþykki fyrir og skýrslu­gjöf um skyldubundnar og valkvæðar útrýmingaráætlanir og í umsóknum um sjúkdómalausa stöðu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 309/2023, frá 8. desember 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 11, frá 1. febrúar 2024, bls. 214.

Reglugerðin í 1. tl. skal gilda með þeim aðlögunum sem fram koma í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2021.

 

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lög nr. 66/1998 um dýralækna og heil­brigðis­þjónustu við dýr, lög nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum og lög nr. 71/2008 um fiskeldi.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. 71/2008 um fiskeldi.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 8. apríl 2024.

 

F. h. r.

Benedikt Árnason.

Emilía Madeleine Heenen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica