Fjármálaráðuneyti

490/1994

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 597/1993 um skilgreiningu, lýsingu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. orðist svo:

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XXVII. kafla II. viðauka, skulu öðlast gildi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

2. gr. orðist svo:

Eftirtaldar EBE-reglugerðir öðlast því gildi, sbr. 1. gr.:

1. Reglugerð ráðsins nr. 1576/89/EBE frá 29. maí 1989 um almennar reglur varðandi skilgreiningu, lýsingu og kynningu á brenndum drykkjum eins og hún er leiðrétt í Stjtíð. EB nr. L 223, 2. ágúst 1989, bls. 27 og eins og henni var breytt með reglugerð nr. 3280/92 frá 9. nóvember 1992.

2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1014/90/EBE frá 24. apríl 1990 um ítarlegar framkvæmdareglur varðandi skilgreiningu, lýsingu og kynningu á brenndum drykkjum eins og henni var breytt með reglugerð nr. 1180/91 frá 6. maí 1991, reglugerð nr. 1781/91 frá 19. júní 1991 og reglugerð nr. 3458/92 frá 30. nóvember 1992.

3. Reglugerð ráðsins nr. 1601/91/EBE frá 10. júní 1991 um almennar reglur varðandi skilgreiningu, lýsingu og kynningu á kryddvínum, drykkjum blönduðum með kryddvínum og hanastélum blönduðum með kryddvínum eins og henni var breytt með reglugerð nr. 3279/92 frá 9. nóvember 1992.

4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 3664/91/EBE frá 16. desember 1991 um bráðabirgðaráðstafanir varðandi kryddvín, drykki blandaða með kryddvínum og hanastél blönduð með kryddvínum eins og henni var breytt með reglugerð nr. 351/92 frá 13. febrúar 1992, reglugerð nr. 1914/92 frá 10. júlí 1992, reglugerð nr. 3568/92 frá 10. desember 1992 og reglugerð nr. 1791/93 frá 30. júní 1993.

5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1238/92/EBE frá 8. maí 1992 um greiningaraðferðir bandalagsins á bragðlausu alkóhóli í víngeiranum.

6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2003/92/EBE frá 20. júlí 1992 um greiningaraðferðir bandalagsins á etanóli úr landbúnaði sem er notað við framleiðslu brenndra drykkja, kryddvína, drykkja sem blandaðir eru með kryddvínum og hanastéla sem eru blönduð með kryddvínum.

Gerðirnar eru birtar í sérriti, sbr. auglýsingu í C deild Stjórnartíðinda nr. 31/1993.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 14. gr. laga nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 29. ágúst 1994.

F.h.r.

Snorri Olsen.

Áslaug Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica