Sjúkratryggingar greiða kostnað samkvæmt almannatryggingalögum vegna lýtalækninga, annarra en fegrunarlækninga, innan og utan sjúkrahúsa.
Sjúkratryggingar greiða ekki fyrir fegrunarlækningar, hvorki innan eða utan sjúkrahúsa. Til fegrunaraðgerða teljast:
| a. | Andlits- og ennislyfting. |
| b. | Lagfæringar á augnalokum vegna húðfellinga eða augnpoka. |
| c. | Aðgerðir á andliti og eyrum til að lagfæra minniháttar útlitsafbrigði, önnur en ör. |
| d. | Brjóstastækkun. |
| e. | Brjóstalyfting. |
| f. | Hárflutningur eða hárígræðsla vegna skalla. |
| g. | Fitusogun, nema til að tæma fituæxli og lagfæra ör. |
| h. | Efnaesting til að slétta hrukkur. |
| i. | Strekking á magahúð í fegrunarskyni. |
| j. | Háreyðing með lasertækni. |
| k. | Laser- og diathermiaðgerðir við útvíkkuðum æðum í húð sem ekki valda öðrum einkennum en roða. |
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 66. gr., sbr. 34. og b-lið 1. mgr. 36. gr., laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júlí 2001. Frá sama tíma fellur reglugerð nr. 83/1991 um greiðslur fyrir sjúkratryggða vegna lýtalækninga úr gildi.