Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

42/2015

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur.

1. gr.

Við 1. gr. bætast eftirfarandi töluliðir, svohljóðandi:

 1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 334/2014 frá 11. mars 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 528/2012 um að bjóða sæfivörur fram á markaði og um notkun þeirra að því er varðar tiltekin skilyrði um aðgang að markaði sem vísað er til í tl. 12n, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 218/2014, þann 24. október 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 4. desember 2014, bls. 470 til 480.
 2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 405/2014 frá 23. apríl 2014 um að samþykkja lárínsýru sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 19 sem vísað er til í tl. 12nt, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 218/2014, þann 24. október 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 4. desember 2014, bls. 481 til 483.
 3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 406/2014 frá 23. apríl 2014 um að samþykkja etýlbútýlasetýlamínprópíónat sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 19 sem vísað er til í tl. 12nu, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 218/2014, þann 24. október 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 4. desember 2014, bls. 484 til 486.
 4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 407/2014 frá 23. apríl 2014 um að samþykkja transflútrín sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18 sem vísað er til í tl. 12nv, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 218/2014, þann 24. október 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 4. desember 2014, bls. 487 til 489.
 5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 408/2014 frá 23. apríl 2014 um að samþykkja tilbúið, myndlaust kísildíoxíð sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18 sem vísað er til í tl. 12nw, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 218/2014, þann 24. október 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 4. desember 2014, bls. 490 til 492.
 6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 437/2014 frá 29. apríl 2014 um að samþykkja 4,5-díklór-2-oktýl-2H-ísóþíasól-3-ón sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 21 sem vísað er til í tl. 12ny, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 218/2014, þann 24. október 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 4. desember 2014, bls. 493 til 496.
 7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 438/2014 frá 29. apríl 2014 um að samþykkja sýprókónasól sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8 sem vísað er til í tl. 12nz, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 218/2014, þann 24. október 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 4. desember 2014, bls. 497 til 500.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum Evrópusambandsins:

 1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 334/2014 frá 11. mars 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 528/2012 um að bjóða sæfivörur fram á markaði og um notkun þeirra að því er varðar tiltekin skilyrði um aðgang að markaði.
 2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 405/2014 frá 23. apríl 2014 um að samþykkja lárínsýru sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 19.
 3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 406/2014 frá 23. apríl 2014 um að samþykkja etýlbútýlasetýlamínprópíónat sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 19.
 4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 407/2014 frá 23. apríl 2014 um að samþykkja transflútrín sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18.
 5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 408/2014 frá 23. apríl 2014 um að samþykkja tilbúið, myndlaust kísildíoxíð sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18.
 6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 437/2014 frá 29. apríl 2014 um að samþykkja 4,5-díklór-2-oktýl-2H-ísóþíasól-3-ón sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 21.
 7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 438/2014 frá 29. apríl 2014 um að samþykkja sýprókónasól sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 8. janúar 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica