Fara beint í efnið

Prentað þann 27. apríl 2024

Breytingareglugerð

409/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum, nr. 907/2005.

1. gr.

3. málsl. 2. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Í undantekningartilvikum getur íbúðarhúsnæði sem sérstaklega er tekið á leigu undir daggæslu talist heimahús enda aðbúnaður ekki lakari en ef um einkaheimili væri að ræða og húsnæðið hentar vel undir daggæslu.

2. gr.

Í stað orðsins "Félagsmálaráðherra" í 3. gr. reglugerðarinnar kemur: Ráðherra sem fer með yfirstjórn málefna barna og ungmenna í félagsþjónustu sveitarfélaga.

3. gr.

Á eftir 3. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 3. gr. a, svohljóðandi:

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsum og hefur eftirlit með gæðum þjónustu á grundvelli laga nr. 88/2021, um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

4. gr.

Á eftir orðunum "umsjón og" í 4. gr. reglugerðarinnar kemur: innra.

5. gr.

Í stað orðanna "leyfi til daggæslu barna í heimahúsum" í 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: umsögn til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála um umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "barnaverndarnefnd" kemur: barnaverndarþjónustu.
  2. Fyrirsögn greinarinnar verður: Samstarf félagsmálanefndar við barnaverndarþjónustu og heilbrigðisnefnd.

7. gr.

a-liður 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

  1. rekstrarleyfi til daggæslu barna í heimahúsum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir að fenginni umsögn félagsmálanefndar í samræmi við reglugerð þessa og

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna: "Leyfi félagsmálanefndar" í 1. mgr. kemur: Rekstrarleyfi til daggæslu barna í heimahúsum.
  2. Orðið "félagsmálanefnd" í 2. mgr. fellur brott.

9. gr.

Fyrirsögn IV. kafla verður: Rekstrarleyfi til daggæslu barna í heimahúsum.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "Leyfi félagsmálanefndar" í 1. mgr. kemur: Rekstrarleyfi til daggæslu barna í heimahúsum.
  2. Í stað orðanna "fjögurra" í 1. mgr. kemur: fimm.
  3. Í stað orðanna "félagsmálaráðuneytinu" og "leyfa" í 2. mgr. kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála; og virkra dagforeldra.

11. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "leyfi félagsmálanefndar" kemur: rekstrarleyfi til daggæslu í heimahúsum.
  2. Við greinina bætist nýr málsliður, svohjóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 11. gr. skal við það miðað að gildistími leyfa einstaklinga sem starfa saman að daggæslu, og eru veitt að loknum reynslutíma, sé sá sami.

12. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "Leyfi félagsmálanefndar" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: rekstrarleyfi til daggæslu í heimahúsum.
  2. Í stað orðanna "félagsmálanefnd metur fullnægjandi" í 2. tölul. 1. mgr. kemur: metin eru fullnægjandi, auk þess að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp.
  3. Í stað orðsins "barnagæsla" í 1. málsl. 3. tölul. 1. mgr. kemur: daggæslu barna í heimahúsi.
  4. 1. málsl. 5. tölul. 1. mgr. orðast svo: Umsækjandi og aðrir heimilismenn 15 ára og eldri skulu veita Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála heimild til að afla sakavottorðs um sig.
  5. 2. málsl. 5. tölul. 1. mgr. fellur brott.
  6. Í stað orðanna "18 ára" í 3. málsl. 5. tölul. 1. mgr. kemur: 15 ára.
  7. Orðið "félagsmálanefnd" í 4. málsl. 5. tölul. 1. mgr. fellur brott.
  8. Í stað orðanna "reglugerðar um öryggi leikfanga og hættulegar eftirlíkingar, nr. 408/1994" í 8. tölul. 1. mgr. kemur: reglugerðar um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu, nr. 944/2014.
  9. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, sem verður 9. tölul., svohljóðandi:
    9. Neyðarhnappur.
    Skilyrði fyrir veitingu leyfis er að dagforeldri sé með neyðarhnapp sem gefur talsamband við stjórnstöð sem getur brugðist við ef þörf krefur. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er heimilt að veita undanþágu frá skilyrði þessu séu tveir eða fleiri dagforeldrar starfandi saman að daggæslu í heimahúsi.
  10. Orðin "á heimilinu" í 3. mgr. falla brott.

13. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "og sakavottorði" í 1. mgr. falla brott.
  2. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal hann veita Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála heimild til að afla sakavottorðs fyrir umsækjanda og aðra heimilismenn 15 ára og eldri.
  3. Í stað 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Enn fremur skal Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála óska eftir upplýsingum frá heilbrigðisnefnd sveitarfélags ef um daggæslu með sex börn eða fleiri er að ræða.
  4. Í stað 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Ef skipt er um húsnæði skal sækja um endurnýjun rekstrarleyfis til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
  5. Í stað orðanna "fullorðinn einstaklingur" í 3. mgr. kemur: einstaklingur 15 ára eða eldri.
  6. Í stað orðanna "hann afhenda félagsmálanefnd/félagsmálaráði sakavottorð" í 3. mgr. kemur: leyfishafi tilkynna sveitarfélagi um það og veita Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála leyfi til að afla sakavottorðs um hann.
  7. Við greinina bætist ný málsgrein, svohjóðandi: Um málsmeðferð endurnýjunar leyfa, þ.m.t. umsögn félagsmálanefndar, fer samkvæmt VI. kafla reglugerðar þessarar, eftir því sem við á.
  8. Fyrirsögn greinarinnar verður: Endurnýjun leyfa og breyttar aðstæður.

14. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. og 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Heimilt er að veita umsækjanda bráðabirgðaleyfi á meðan umsókn hans er til meðferðar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Ef bið eftir námskeiði skv. 20. gr. er ástæða þess að ekki er unnt að afgreiða umsóknina skal bráðabirgðaleyfi þó ekki veitt fyrr en umsækjandi hefur lokið námskeiði í skyndihjálp.
  2. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Um önnur skilyrði útgáfu bráðabirgðaleyfa fer samkvæmt lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.

15. gr.

18. gr. reglugerðarinnar orðast svo með fyrirsögn:

Umsókn um rekstrarleyfi.

Umsókn um rekstrarleyfi til daggæslu barna í heimahúsum skal vera skrifleg. Umsókninni skulu fylgja nauðsynleg gögn, sbr. einkum 13. gr. reglugerðar þessarar.

Gæða- og eftirlitsstofnun er heimilt að hafna umsókn á þeim grundvelli einum að tilskilin gögn hafi ekki borist. Áður skal umsækjanda þó leiðbeint um kröfur til framlagningar gagna, sbr. 1. mgr.

16. gr.

Á eftir 18. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 18. gr. a, svohljóðandi:

Umsögn félagsmálanefndar.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sendir umsókn um rekstrarleyfi til daggæslu í heimahúsum til félagsmálanefndar til umsagnar.

Félagsmálanefnd skal taka saman umsögn nefndarinnar um viðkomandi umsókn. Í umsögninni skal koma fram afstaða nefndarinnar til þess hvort umsækjandi uppfyllir skilyrði leyfisveitinga, sbr. 13. gr. reglugerðarinnar. Jafnframt skal í umsögninni fjallað um önnur atriði sem félagsmálanefnd telur skipta máli fyrir meðferð umsóknarinnar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Þá skal í umsögninni koma fram hvort félagsmálanefnd mæli með því að leyfið sé veitt. Félagsmálanefnd skal senda Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála umsögnina. Ef nefndin hefur byggt umsögn sína á gögnum sem ekki liggja þegar fyrir skulu þau gögn fylgja umsögninni.

17. gr.

19. gr. reglugerðarinnar orðast svo með fyrirsögn:

Niðurstaða Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

Þegar umsögn félagsmálanefndar liggur fyrir skal Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála ákveða hvort rekstrarleyfi skuli gefið út. Þó getur stofnunin óskað eftir nýrri umsögn frá nefndinni ef hún telur að fyrri umsögn hafi verið ábótavant.

Að öðru leyti gilda ákvæði stjórnsýslulaga og ákvæði laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um málsmeðferð við leyfisveitingar samkvæmt reglugerð þessari.

18. gr.

Í stað orðsins "Félagsmálaráðuneytið" í 2. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar kemur: Ráðuneytið.

19. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "eftirlitið" í 1. mgr. kemur: innra eftirlit.
  2. Fyrirsögn greinarinnar verður: Innra eftirlit félagsmálanefndar.

20. gr.

Á eftir 35. gr. kemur ný grein, 35. gr. a, svohljóðandi:

Eftirlit Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

Um eftirlit Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála með daggæslu barna í heimahúsum fer samkvæmt lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.

Ef Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála berast upplýsingar um að aðbúnaði barns sé ábótavant skal stofnunin upplýsa viðkomandi félagsmálanefnd um málið sem tekur afstöðu til þess hvort leggja beri málið í farveg samkvæmt XI. kafla reglugerðarinnar. Ef stofnunin ákveður jafnframt að hefja athugun á málinu skal hún upplýsa viðkomandi félagsmálanefnd um það og afla hjá henni viðeigandi upplýsinga um leyfishafa sem málið varðar.

21. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Félagsmálanefnd skal þegar í stað upplýsa Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um málið.
  2. 3. mgr. orðast svo: Ef ekki er farið að leiðbeiningum félagsmálanefndar um úrbætur skal hún tilkynna Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um það.

22. gr.

Í stað orðsins "barnaverndarnefnd" í 2. mgr. 37. gr. reglugerðarinnar kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

23. gr.

Í stað orðsins "félagsmálanefnd" í 38. og 39. gr. reglugerðarinnar kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

24. gr.

Á eftir orðinu "gilda" í 40. gr. reglugerðarinnar kemur: lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021 og.

25. gr.

Í stað orðsins "félagsmálanefnd" í 41. gr. reglugerðarinnar kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

26. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 3. mgr. 6. gr., 3. mgr. 7. gr., 2. mgr. 8. gr., 2. mgr. 9. gr., 2. mgr. 10. gr. og 2. mgr. 11. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021, öðlast þegar gildi.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 11. apríl 2023.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.