1. gr.
Ákvæði 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Ákvæði þessarar reglugerðar gilda um alla ríkisborgara þriðju ríkja, sem verða að hafa vegabréfsáritun til að fara yfir ytri landamæri aðildarríkjanna, sbr. viðauka 8 og 9 þar sem talin eru upp þriðju ríki hverra ríkisborgarar verða að hafa vegabréfsáritun til að fara yfir ytri landamæri aðildarríkjanna og þriðju ríki hverra ríkisborgarar eru undanþegnir þeirri kvöð, sbr. þó rétt ríkisborgara þriðju ríkja sem eru aðstandendur íslenskra ríkisborgara eða EES- eða EFTA-útlendinga, til frjálsrar farar og dvalarrétt ríkisborgara þriðju ríkja í gistiríki, sem eru aðstandendur breskra ríkisborgara sem njóta réttinda samkvæmt samningnum um útgöngu Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands úr Evrópusambandinu og Kjarnorkubandalagi Evrópu (útgöngusamningnum milli ESB og Bretlands).
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
3. gr.
Ákvæði 20. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
4. gr.
Viðauki 1 við reglugerðina breytist og er birtur sem viðauki við reglugerð þessa.
5. gr.
Viðauki 3 við reglugerðina fellur brott.
6. gr.
Í viðauka 5 er eftirfarandi umfjöllun bætt við á eftir umfjöllun um "SAN MARÍNÓ":
BRESKA KONUNGSRÍKIÐ:
- UK Biometric Residence Permit (BRP) (dvalarleyfi í Breska konungsríkinu með lífkennum) (fyrir ríkisborgara landa utan ESB).
7. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um útlendinga, nr. 80/2016, og öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 28. mars 2025.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.
Haukur Guðmundsson.
VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)