Samgönguráðuneyti

33/1993

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr.53 27.febrúar 1976 um mannflutninga í loftförum, sbr. gr. nr. 293/1979, 443/1979 og 251/1984 um breytingar á henni.

1. gr.

Við grein 4.1 bætist nýr málsliður svohljóðandi:

Frá og með 1. apríl 1993 eru ekki heimilar reykingar í flugi með farþega milli Íslands og annarra Evrópulanda.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 186. og 188. gr. laga um loftferðir nr. 34 21. maí 1964 og gildir um íslensk og erlend loftför sem íslenskur aðili notar eða ræður yfir, hvar sem þau eru stödd, staðfestist hér með til að öðlast gildi 1. apríl 1993 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytið, 21. janúar 1993.

Halldór Blöndal.

Halldór S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica