Heilbrigðisráðuneyti

294/2025

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1108/2012 um menntun, réttindi og skyldur næringarrekstrarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa BS-prófi í næringarrekstrarfræði frá háskóla sem viðurkenndur er af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi næringarrekstrarfræðings sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð  um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi, nr. 510/2020.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðis­starfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi næringarrekstarfræðings frá Sameinaða konungs­ríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkis­ins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5., 30. og 31. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 28. febrúar 2025.

 

Alma D. Möller
heilbrigðisráðherra.

Ásta Valdimarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica