Félagsmálaráðuneyti

206/1980

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Svalbarðsstrandarhreppi, S.-Þing. - Brottfallin

1. gr.

Hreppsnefnd er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á lóðir á skipulögðum svæðum hreppsins, eftir því sem nánar segir í reglugerð þessari. Heimilt er að leggja gatnagerðargjald á land, sem sambærilegt telst, þótt ekki sé sérstök lóð.

 

2. gr.

Gatnagerðargjald A er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við undir­byggingu götu með tilheyrandi lögnum.

 

3. gr.

Nú ákveður sveitarstjórn að leggja á gatnagerðargjald vegna nýbyggingar og skal þá miða gjaldið við ákveðinn hundraðshluta af byggingarkostnaði á rúmmetra eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús, tvíbýlishús .....................................................................................  2.5%

Tveggja hæða raðhús ......................................................................................  1.8%

Raðhús á einni hæð ............................................................................................. 2%

Fjölbýlishús .......................................................................................................  1 %

Verslunar- og skrifstofubyggingar .....................................................................  2.5%

Opinberar byggingar ........................................................................................  2.5%

Iðnaðarhús, vöruskemmur og annað atvinnuhúsnæði .........................................  1.5%

Bílskúrar .........................................................................................................  2.5%

Önnur hús .......................................................................................................  1.5%

Auk þessa gjalds skal lóðarhafi greiða kr. 140 af hverjum fermetra lóðar. Gjald skal miða við stærð húss, skv. samþykktum uppdrætti. Nú er ekki fyrir hendi samþykktur uppdráttur, og skal þá miða við stærð húss, sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið í skipulagi skal miða við eftirtaldar lágmarksstærðir:

Einbýlishús með tilheyrandi bílgeymslu ...........................................................  500 m3

Raðhús, tvíbýlishús, sambyggt einbýlishús hver.íbúð .......................................  400 m3

Fjölbýlishús ................................................................................................... 300 m3

Í atvinnuhúsnæði skal við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalda miðað við Lofthæð 3.3 m að innanmáli, nema uppdráttur sýni annað.

Framangreindar reglur gilda, ef hús er stækkað, að því er til stækkunar tekur.

 

4. gr.

Gjöld samkvæmt 3. gr. breytast ársfjórðungslega samkvæmt vísitölu byggingar­kostnaðar.

 

5. gr.

Hreppsnefnd er heimilt að lækka gjaldstuðla samkvæmt 3. gr. hvern fyrir sig eða alla í einu, um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytisins.

 

6. gr.

Gjalddagar gatnagerðargjalds, samkvæmt 3. gr., skulu vera samkvæmt eftirfar­andi : Úthlutun er háð því, að full skil verði gerð innan ákveðins frests, áður en byggingarleyfi verður vent eða sérstakur samningur gerður um greiðslur.

 

7. gr.

Byggingarfrestur er 12 mánuðir, þ- e. a. s., að lóð fellur aftur til sveitarfélags­ins hafi framkvæmdir ekki verið hafnar innan þess tíma frá veitingu hennar, nema veitingin hafi verið háð öðrum skilmálum um byggingarfrest.

Noti lóðarhafi ekki veitta lóð, skal hann eiga rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi svo sem hér segir:

Eftir 6 mánuði endurgreiðast 50%. Eftirstöðvarnar endurgreiðast eftir 12 mánuði.

Verði lóðin vent að nýju innan þess tíma, skal fyrri lóðarhafi fá gatnagerðar­gjaldið endurgreitt, þegar greiðsla samkvæmt þeirri úthlutun fer fram.

 

8. gr.

Gatnagerðargjald B er gjald vegna þátttöku húseiganda og lóðarhafa í að legg,ja bundið slitlag á götur og til lagningar gangstétta. Gjaldið nemur ákveðnum hundraðs­hluta byggingarkostnaðar á rúmmetra eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands svo sem hér segir:

Einbýlishús, tvíbýlishús ..................................................................................... 3.0'%

Tveggja óæða raðhús ....................................................................................... 2.0%

Raðhús á einni hæð .........................................................................................  2.0%

Fjölbýlishús ...................................................................................................... 1.0%

Verslunar- og skrifstofuhús ..............................................................................  3.0%

Opinberar byggingar ......................................................................................... 3.0%

 Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði .......................................... 1.5%

Bílskúrar ........................................................................................................  3.0 %

Önnur hús ........................................................................................................ 1.5%

Auk bessa gjalds skulu lóðarhafar greiða i gatnagerðargjöld kr. 140 af hverjum fermetra lóðar.

Gjald af íbúðarhúsnæði skal þó aldrei vera lægra en gjald miðað við 300 m3 hús. Framangreindar reglur gilds, ef hús er stækkað, að því er til stækkunar tekur.

 

9. gr.

Upphæð gatnagerðargjalda samkvæmt 8. gr. skal miðast við þá vísitölu, sem gildir þegar lagning varanlegs slitlags fer fram. Nú breytist vísitala, meðan verk fer fram, og skal það þá miðað við meðaltalsvísitölu á því tímabili, sem um er að ræða.

 

10. gr.

Hreppsnefndinni er heimilt að víkja frá gjalddögum á B-gjaldi samkvæmt 8. gr. eftirfarandi tilfellum:

a) Þegar greiða skal á lama tíma bæði A- og B-gjald samanber 13. gr.

b) Þegar á hlut eiga efnalitlir elli- eða örorkulífeyrisþegar.

 

11. gr.

Hreppsnefnd er heimilt að lækka gjaldstuðlana samkvæmt 8. gr. hvern fyrir sig eða alla í einu, um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytisins.

 

12. gr.

Gatnagerðargjald samkvæmt 8. gr. greiðist þannig, að 20% greiðist þegar lagningu bundins slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með jöfnum árlegum af­borgunum á næstu 3 árum.

Gjalddaga afborgana og vaxta, svo og vaxtaprósentu ákveður hreppsnefnd hverju sinni.

 

13. gr.

Gjöld samkvæmt 3. og 8, gr. breytast í samræmi við breytingar á vísitölu bygg­ingarkostnaðar. Grunntölur þær, sem nefndar eru í 3. og 8. gr, miðast við þá vísi­tölu byggingarkostnaðar sem var í gildi 1. mars 1979.

 

14. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem lagt er á, og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla og tekur það einnig. til vátryggingarfjár eignarinnar.

Heimilt er að taka gjöld samkvæmt reglugerð þessari lögtaki samkvæmt lögum nr. 29/1885.

Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Svalbarðsstrandar­hrepps S-Þingeyjarsýslu staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 um gatna­gerðargjöld til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðneytið, 18. mars 1980.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica