Umhverfisráðuneyti

198/1991

Reglugerð um Mengunarvarnarsjóð.

1. gr.

Sjóðurinn heitir Mengunarvarnarsjóður.

2. gr.

Sjóðurinn er stofnaður í samræmi við ákvæði 32. gr. laga nr. 32, 5. maí 1986 um varnir gegn mengun sjávar.

3. gr.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að fræðslu og annarri fyrirbyggjandi starfsemi til varnar mengun frá olíu, grút eða annars konar mengun sjávar, einkum á hafnarsvæðum.

Tekjur sjóðsins eru:

1. Sektir, skv. 29. gr. laga nr. 32, 5. maí 1986.

2. Dagsektir, sbr. 33. gr. sömu laga og mega þær nema allt að kr. 50 000 á dag.

3. Vaxtatekjur.

4. Aðrar tekjur, sem til kunna að falla.

5. gr.

Hafnarstjórar og lögreglustjórar sem innheimta sektir samkvæmt 4. gr. skulu standa sjóðstjórn skv. 6. gr. skil á þeim jafnóðum og innheimtar eru.

6. gr.

Stjórn sjóðsins skipa þrír menn: Siglingamálastjóri, sem er formaður og tveir menn, sem umhverfisráðherra skipar, annan samkvæmt tilnefningu Hafnasambands sveitarfélaga, en hinn án tilnefningar.

Skipunartími er fjögur ár.

Siglingamálastofnun ríkisins annast skrifstofuhald fyrir stjórn sjóðsins.

7. gr.

Stjórn sjóðsins veitir árlega styrki úr sjóðnum í samræmi við ákvæði 3. gr. og skal stefnt að því, að úthlutun sé lokið eigi síðar en um 31. mars ár hvert.

Umsóknir um styrki skulu sendar á eyðublöðum, er stjórnin lætur útbúa. Stjórnin auglýsir árlega í Lögbirtingablaði eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.

8. gr.

Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af tveimur mönnum, sem skipaðir eru af ráðherra til tveggja ára í senn.

Skal stjórnin leggja endurskoðaða reikninga fyrra almanaksárs fyrir umhverfisráðherra eigi síðan en 15. apríl árið eftir.

9. gr.

Umhverfisráðherra er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd sektargerða skv. 29. gr. laga nr. 32, 5. maí 1986.

Þá getur hann sett sjóðstjórn skv. 6. gr. sérstakar starfisreglur.

10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er, skv. lögum nr. 32, 5. maí 1986, sbr. lögum nr. 37. 16. maí 1991 öðlast gildi þegar í stað.

Umhverfisráðuneytið, 23. apríl 1991.

Júlíus Sólnes.

Páll Líndal.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica