Samgönguráðuneyti

17/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, nr. 666/2001, með síðari breytingum.

1. gr.

Töluliður 5-1 í I. viðauka verður svohljóðandi:

5-1 Kröfur um ekjufarþegaskip (26)
EKJUSKIP Í FLOKKI B, C OG D SEM ERU SMÍÐUÐ FYRIR 1 JANÚAR 2003:
.1 Ekjufarþegaskip, sem eru smíðuð fyrir 1. janúar 2003, skulu uppfylla ákvæði liða .6.2, .6.3, .6.4, .7, .8 og .9 eigi síðar en við fyrstu reglubundnu aðalskoðun eftir 1. janúar 2006.
Fyrir þann dag skulu liðir .2, .3, .4, og .5 gilda fyrir ekjuskip sem eru smíðuð fyrir 1. janúar 2003.
Þrátt fyrir það sem að framan greinir skal björgunarbúnaður eða fyrirkomulag hans uppfylla viðeigandi ákvæði liða .6, .7, .8 og .9 þegar skipt er um björgunarbúnað eða fyrirkomulag hans á slíkum skipum eða slík skip gangast undir meiriháttar viðgerðir eða breytingar sem felast í því að skipt er um, eða bætt er við, þann björgunarbúnað eða fyrirkomulag sem fyrir er.
.2 Björgunarflekar
.1 Björgunarflekar ekjuskips skulu búnir kerfi til rýmingar skips, sem uppfyllir kröfur SOLAS-reglugerðar III/48.5 í þeirri útgáfu sem var í gildi 17. mars 1998, eða sjósetningarbúnaði, sem uppfyllir SOLAS-reglugerð III/48.6 í þeirri útgáfu sem var í gildi 17. mars 1998, sem er dreift jafnt á bæði borð skipsins.
Tryggja skal að samband sé milli staðarins, þar sem farið er um borð í björgunarför, og pallsins.
.2 Allir björgunarflekar ekjufarþegaskipa skulu búnir sleppibúnaði sem tryggir að bátarnir fljóti upp frá skipinu í samræmi við ákvæði SOLAS-reglu III/23 í þeirri útgáfu sem var í gildi 17. mars 1998.
.3 Allir björgunarflekar ekjufarþegaskipa skulu búnir skábraut til að komast um borð í þá og sem uppfyllir ákvæði SOLAS-reglu III/39.4.1 eða SOLAS-reglu III/40.4.1, í þeirri útgáfu sem var í gildi 17. mars 1998, eftir því sem við á.
.4 Allir björgunarflekar ekjufarþegaskipa skulu annaðhvort vera sjálfréttandi björgunarflekar eða björgunarvendiflekar með skýli sem eru stöðugir í sjó og öruggir í notkun án tillits til þess hvaða hlið snýr upp. Stjórnvald fánaríkisins má heimila opna björgunarvendifleka ef slíkt er talið réttlætanlegt vegna þess að siglt er um skýlt hafsvæði eða vegna hagstæðs veðurfars og svo framarlega sem slíkir flekar uppfylla öll ákvæði 10. viðauka við kóðann fyrir hraðskreið skip.
Að öðrum kosti skal skipið búið sjálfréttandi björgunarflekum eða björgunarvendiflekum með skýli til viðbótar venjulegum fjölda björgunarfara sem geti til samans borið a.m.k. 50% af þeim sem eru um borð og ekki komast fyrir í lífbátum. Þessi viðbótarburðargeta í björgunarflekum skal ákveðin á grundvelli mismunarins milli þess fjölda, sem er um borð, og þess sem er rými fyrir í lífbátum. Allir slíkir björgunarflekar skulu háðir viðurkenningu stjórnvalds fánaríkisins, að teknu tilliti til tilmæla Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) í umburðarbréfi siglingaöryggisnefndar IMO, MSC/Circ. nr. 809.
.3 Hraðskreiðir léttbátar
.1 A.m.k. einn léttbáta ekjufarþegaskipa skal vera hraðskreiður léttbátur, viðurkenndur af stjórnvaldi fánaríkis, að teknu tilliti til tilmæla Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í umburðarbréfi siglingaöryggisnefndar IMO, MSC/Circ. nr. 809.
.2 Hver hraðskreiður léttbátur skal vera sjósettur með viðeigandi sjósetningarbúnaði, samþykktum af stjórnvaldi fánaríkis. Við samþykkt slíks búnaðar skal stjórnvald fánaríkis hafa að leiðarljósi að hægt skuli vera að sjósetja og taka aftur um borð hraðskreiða léttbáta í slæmu veðri og einnig taka tillit til tilmæla Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO).
.3 A.m.k. tvær áhafnir hraðskreiðra léttbáta skulu hafa hlotið viðeigandi þjálfun og stunda æfingar með reglulegu millibili, að teknu tilliti til þáttar A-VI/2, töflu A-VI/2-2 "Forskriftir lágmarksstaðla varðandi hæfi áhafna hraðskreiðra léttbáta" í samþykktinni um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjófarenda (STCW) og tilmæla í IMO-ályktun A.771(18), með áorðnum breytingum. Þjálfunin og æfingarnar skulu ná til allra þátta björgunar, meðhöndlunar, stjórnunar og siglinga slíkra fara í mismunandi veðrum, að meðtöldu því að rétta þau við ef þeim hvolfir.
.4 Þar sem fyrirkomulag eða stærð gamalla ekjufarþegaskipa kemur í veg fyrir að þau séu búin hraðskreiðum léttbátum, sem krafist er í lið .3.1, má búa skipið hraðskreiðum léttbáti í stað eldri lífbáts sem samþykktur hefur verið sem léttbátur eða sem bátur sem nota á í neyðartilvikum, svo framarlega sem eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
.1 hraðskreiði léttbáturinn, sem skipið er búið, skal sjósettur með sjósetningarbúnaði sem uppfyllir ákvæði liðar .3.2,
.2 burðargetu björgunarfarsins, sem tapast við framangreind skipti, skal bæta upp með því að koma fyrir björgunarflekum sem hafa burðargetu sem nemur a.m.k. burðargetu lífbátsins sem var skipt út, og
.3 nota skal eldri sjósetningarbúnað eða kerfi til rýmingar skips (KRS) fyrir slíka björgunarfleka.
.4 Björgunarleiðir
.1 Hvert ekjufarþegaskip skal búið hentugum búnaði til að ná skipbrotsmönnum á fljótlegan hátt úr sjónum og til að flytja fólk úr björgunarfari eða léttbátum um borð í skipið.
.2 Búnaður til að flytja skipbrotsmenn um borð í skipið má vera kerfi til rýmingar skips (KRS) eða hluti búnaðar sem er hannaður til björgunar.
Þessi búnaður skal háður viðurkenningu fánaríkisins, að teknu tilliti til tilmæla Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í umburðarbréfi siglingaöryggisnefndar IMO, MSC/Circ. nr. 810.
.3 Ef nota á rennu í kerfi til rýmingar skips (KRS) sem flutningsleið skipbrotsmanna upp á þilfar skips skal hún búin handriðum eða stigum til að auðvelda klifur upp hana.
.5 Björgunarvesti
.1 Þrátt fyrir ákvæði SOLAS-reglu III/7.2 og III/22.2 skulu nægilega mörg björgunarvesti geymd nálægt söfnunarstöðum þannig að farþegar þurfi ekki að snúa aftur til klefa sinna til að ná í þau.
.2 Hvert björgunarvesti um borð í ekjufarþegaskipi skal búið ljósi sem uppfyllir ákvæði SOLAS-reglu III/32.2 í þeirri útgáfu sem var í gildi 17. mars 1998.
EKJUSKIP Í FLOKKI B, C OG D SEM ERU SMÍÐUÐ EFTIR 1 JANÚAR 2003
.6 Björgunarflekar
.1 Fyrir björgunarfleka ekjufarþegaskipa skal nota kerfi til rýmingar skips, sem uppfylla ákvæði liðar 6.2 í LSA-kóðanum, eða sjósetningarbúnað, sem uppfyllir ákvæði liðar 6.1.5 í LSA-kóðanum, sem er jafnt skipt á bæði borð skips.
Tryggja skal að samband sé milli staðarins, þar sem farið er um borð í björgunarför, og pallsins.
.2 Allir björgunarflekar ekjufarþegaskipa skulu búnir sleppibúnaði sem tryggir að bátarnir fljóti upp frá skipinu í samræmi við ákvæði SOLAS-reglu III/13.4.
.3 Allir björgunarflekar ekjufarþegaskipa skulu búnir skábraut til að komast um borð í þá og sem uppfyllir ákvæði liðar 4.2.4.1 eða 4.3.4.1 í LSA-kóðanum, eftir því sem við á.
.4 Allir björgunarflekar ekjufarþegaskipa skulu annaðhvort vera sjálfréttandi björgunarflekar eða björgunarvendiflekar með skýli sem eru stöðugir í sjó og öruggir í notkun án tillits til þess hvaða hlið snýr upp. Stjórnvald fánaríkisins má heimila opna björgunarvendifleka ef slíkt er talið réttlætanlegt vegna þess að siglt er um skýlt hafsvæði eða vegna hagstæðs veðurfars og svo framarlega sem slíkir flekar uppfylla öll ákvæði 10. viðauka við kóðann fyrir hraðskreið skip. Að öðrum kosti skal skipið búið sjálfréttandi björgunarflekum eða björgunarvendiflekum með skýli til viðbótar venjulegum fjölda björgunarfara sem til samans skulu geta borið í það minnsta 50% af þeim sem eru um borð og ekki komast fyrir í lífbátum. Þessi viðbótarburðargeta í björgunarflekum skal ákveðin á grundvelli mismunarins milli þess fjölda, sem er um borð, og þess sem er rými fyrir í lífbátum. Allir slíkir björgunarflekar skulu háðir viðurkenningu stjórnvalds fánaríkisins, að teknu tilliti til tilmæla Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) í umburðarbréfi siglingaöryggisnefndar IMO, MSC/Circ. nr. 09.
.7 Hraðskreiðir léttbátar
.1 A.m.k. einn léttbáta ekjufarþegaskipa skal vera hraðskreiður léttbátur, viðurkenndur af stjórnvaldi fánaríkis, að teknu tilliti til tilmæla Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í umburðarbréfi siglingaöryggisnefndar IMO, MSC/Circ. nr. 809.
.2 Hver hraðskreiður léttbátur skal vera sjósettur með viðeigandi sjósetningarbúnaði, samþykktum af stjórnvaldi fánaríkis. Við samþykkt slíks búnaðar skal stjórnvald fánaríkis hafa að leiðarljósi að hægt skuli vera að sjósetja og taka aftur um borð hraðskreiða léttbáta í slæmu veðri og einnig taka tillit til tilmæla Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO).
.3 A.m.k. tvær áhafnir hraðskreiðra léttbáta skulu hafa hlotið viðeigandi þjálfun og stunda æfingar með reglulegu millibili, að teknu tilliti til þáttar A-VI/2, töflu A-VI/2-2 "Forskriftir lágmarksstaðla varðandi hæfi áhafna hraðskreiðra léttbáta" í samþykktinni um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjófarenda (STCW) og tilmæla í IMO-ályktun A.771(18), með áorðnum breytingum. Þjálfunin og æfingarnar skulu ná til allra þátta björgunar, meðhöndlunar, stjórnunar og siglinga slíkra fara í mismunandi veðrum, að meðtöldu því að rétta þau við ef þeim hvolfir.
.4 Þar sem fyrirkomulag eða stærð gamalla ekjufarþegaskipa kemur í veg fyrir að þau séu búin hraðskreiðum léttbátum, sem krafist er í lið .3.1, má búa skipið hraðskreiðum léttbáti í stað eldri lífbáts sem samþykktur hefur verið sem léttbátur eða sem bátur sem nota á í neyðartilvikum, svo framarlega sem eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
.1 hraðskreiði léttbáturinn, sem skipið er búið, skal sjósettur með sjósetningarbúnaði sem uppfyllir ákvæði liðar .3.2,
.2 burðargetu björgunarfarsins, sem tapast við framangreind skipti, skal bæta upp með því að koma fyrir björgunarflekum sem hafa burðargetu sem nemur a.m.k. burðargetu lífbátsins sem var skipt út, og
.3 nota skal eldri sjósetningarbúnað eða kerfi til rýmingar skips fyrir slíka björgunarfleka.
.8 Björgunarleiðir
.1 Hvert ekjufarþegaskip skal búið hentugum búnaði til að ná skipbrotsmönnum á fljótlegan hátt úr sjónum og til að flytja fólk úr björgunarfari eða léttbátum um borð í skipið.
.2 Búnaður til að flytja skipbrotsmenn um borð í skipið má vera kerfi til rýmingar skips (KRS) eða hluti búnaðar sem er hannaður til björgunar.
Þessi búnaður skal háður viðurkenningu fánaríkisins, að teknu tilliti til tilmæla Alþjóðasiglinga-málastofnunarinnar í umburðarbréfi siglingaöryggisnefndar IMO, MSC/Circ. nr. 810.
.3 Ef nota á rennu í kerfi til rýmingar skips sem flutningsleið skipbrotsmanna upp á þilfar skips skal hún búin handriðum eða stigum til að auðvelda klifur upp hana.
.9 Björgunarvesti
.1 Þrátt fyrir ákvæði SOLAS-reglu III/7.2 og III/22.2 skulu nægilega mörg björgunarvesti geymd nálægt söfnunarstöðum þannig að farþegar þurfi ekki að snúa aftur til klefa sinna til að ná í þau.
.2 Hvert björgunarvesti um borð í ekjufarþegaskipi skal búið ljósi sem uppfyllir ákvæði liðar 2.2.3 í LSA-kóðanum.


2. gr.
Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 4. mgr. 3. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2003/75/EB frá 29. júlí 2003 um breytingu á I. viðauka við tilskipun ráðsins 98/18/EB um öryggisreglur og staðla fyrir farþegaskip, sem vísað er til í EES viðbæti nr. 56f í XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 179/2003.


Samgönguráðuneytinu, 3. janúar 2005.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica