Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

14/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir 3. mgr. 20. gr. er sveitarfélögum heimilt að beita ekki þeirri aðferð sem þar er lýst við gerð ársreiknings fyrir árið 2021.

Velji sveitarfélög að nýta sér heimild skv. 1. mgr. skulu þau fyrir 1. júní 2022 hafa lokið gerð viðauka við fjárhagsáætlun vegna áranna 2022-2025, þar sem beitt er aðferð sem lýst er í 3. mgr. 20. gr.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 1. mgr. 75. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 13. janúar 2022.

Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.