Innviðaráðuneyti

136/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 676/2015 um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna.

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 3. gr. reglugerðarinnar:

Skilgreining á "Tilskipunin" verður svohljóðandi:

Tilskipunin: tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2022/993 frá 8. júní 2022 um lágmarks­menntun og -þjálfun farmanna.

 

2. gr.

5. mgr. 9. gr. a reglugerðarinnar breytist og verður svohljóðandi:

Samgöngustofa getur sett frekari takmarkanir á stöður, starfssvið og réttinda- eða hæfnisstig í tengslum við strandsiglingar, eins og um getur í 8. gr. tilskipunarinnar og 7. gr. reglugerðar þessarar eða önnur skírteini sem eru gefin út samkvæmt reglu VII/1 í I. viðauka, sbr. þó 2. tölul. þessarar greinar.

 

3. gr.

10. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

  1. Farmönnum, sem hafa ekki undir höndum réttindaskírteini útgefið af EES-ríki og/eða hæfnis­skírteini, fyrir skipstjóra og yfirmenn, í samræmi við reglur V/1-1 og V/1-2 í STCW-sam­þykktinni, er heimilt að starfa um borð í skipum, sem sigla undir fána EES-ríkis, að því tilskildu að réttindaskírteini eða hæfnisskírteini, sem þeir hafa undir höndum, hafi verið viðurkennd samkvæmt málsmeðferðinni sem mælt er fyrir um í 20. gr. tilskipunarinnar.
    Telji Samgöngustofa að viðurkennt þriðja ríki uppfylli ekki lengur kröfur STCW-sam­þykktarinnar skal hún tilkynna það í samræmi við 21. gr. tilskipunarinnar.

 

4. gr.

25. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Reglugerð þessi er til innleiðingar á eftirtalinni tilskipun (ESB) með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/993 frá 8. júní 2022 um lágmarksmenntun og -þjálfun farmanna, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 288/2023 frá 27. október 2023. Tilskipunin er birt í EES viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92 frá 20. desember 2023, bls. 204-249.

 

5. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 37. gr. laga nr. 82/2022 um áhafnir skipa og öðlast þegar gildi.

Við gildistöku reglugerðar þessarar fellur brott tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/106/EB frá 19. nóvember 2008 um lágmarksþjálfun sjómanna. Líta ber á tilvísanir í niðurfelldu tilskipuninni sem tilvísanir í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/993 frá 8. júní 2022 um lágmarks­menntun og -þjálfun farmanna og skulu þær lesnar með hliðsjón af samsvörunartöflunni í V. við­auka þeirrar tilskipunar.

 

Innviðaráðuneytinu, 24. janúar 2025.

F. h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,

Árni Freyr Stefánsson.

Katrín Pálsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica