Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

11/2021

Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 28. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2204 frá 22. desember 2020 um breytingu á I. og II. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar færsl­urnar fyrir Breska konungsríkið og hjálendur krúnunnar í skránum yfir þriðju lönd, yfir­ráða­svæði eða hluta þeirra þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Sambandsins.

 

2. gr.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2204, sem nefnd er í 1. gr., er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 54/1990, um inn­flutning dýra og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, öll með síðari breyt­­ingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 7. janúar 2021.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica