Samgönguráðuneyti

373/1994

Reglugerð um tíðnisvið fyrir þráðlausa fjarskiptaþjónustu. - Brottfallin

1. gr.

Markmið reglugerðar þessarar er að stuðla að öruggri og hagkvæmri fjarskiptaþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins með því að samræma tíðnisvið sem eru notuð fyrir þráðlausar fjarskiptaþjónustu.

2. gr.

Í reglugerð þessari hafa hugtök eftirfarandi merkingu:

a) Almenn Evrópufarsímaþjónusta (GSM) merkir almenna, stafræna, fjarskiptaþjónustu með hólfskiptum þjónustusvæðum sem komið er á samkvæmt sameiginlegri tækniforskrift og notandi þjónustunnar í einu aðildarríki EES getur fengið aðgang að henni í sérhverju öðru ríki sem er aðili að hinni samevrópsku farsímaþjónustu.

b) Almenn samevrópsk boðþjónusta (ERMES) merkir almenna, þráðlausa persónuleitarþjónustu um landstöðvakerfi, sem fylgir sameiginlegri tækniforskrift og gerir þeim er þess óska, kleift að senda og/eða taka á móti boðum í tölum eða bókstöfum á öllu því svæði sem þjónustan nær til.

c) Evrópskt stafrænt þráðlaust fjarskiptakerfi (DECT) merkir notkun á tækni, sem er í samræmi við evrópska fjarskiptastaðla (ETS) fyrir stafræn þráðlaus fjarskipti og þau fjarskiptakerfi, bæði almenn og í einkaeign þar sem þessi tækni er notuð með beinum hætti.

3. gr.

Tíðnisviðið 890-914 og 935-959 MHz er eingöngu ætlað fyrir almenna Evrópufarsímaþjónustu.

Undanskilin er notkun þessara tíðna fyrir föst sambönd milli tveggja staða sem til eru þegar reglugerðin tekur gildi að því tilskildu að þær trufli ekki almennu Evrópufarsímaþjónstuna eða hindri að henni sé komið á.

4. gr.

Eftirtaldar fjórar rásir eru ætlaðir til notkunar fyrir almennu samevrópsku boðþjónustuna og mundu þær njóta forgangs og verndar gagnvart annarri þjónustustarfsemi á sömu tíðnum:

- 169,6 MHz

- 169,65 MHz

- 169,7 MHz

- 169,75 MHz.

5. gr.

Tíðnisviðið 1880-1900 MHz er ætlað fyrir stafræn evrópsk þráðlaus fjarskiptakerfi, og skal það hafa forgang og njóta vemdar gagnvart annarri þjónustustarfsemi á sama tíðnisviði.

6. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 73/1984, sbr. nr. 32/1993 og með hliðsjón af tilskipunum ráðherraráðs EB nr. 87/372/EBE, 90/544/EBE og 91/287/EBE, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytið, 4. mars 1994.

Halldór Blöndal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica