Samgönguráðuneyti

760/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Í stað "farþegaflutninga" kemur: farþega- og vöruflutninga í eftirtaldar greinar:

1)

í b-lið 1. mgr. 3. gr.

2)

í 3. mgr. 5. gr.

3)

í 1. mgr. 40. gr.

4)

í 3. mgr. 47. gr.

5)

í 8. mgr. 48. gr.

6)

í 1. mgr. og síðari málslið 3. mgr. 53. gr.

7)

í 3. mgr. 54. gr.

8)

í 2. mgr. 63. gr.

9)

í 2. og 3. mgr. 70. gr.

10)

í a-lið 1. mgr. 86. gr.

11)

í fyrirsögn 7. liðar V. viðauka í viðeigandi falli og í 1. málslið 1. mgr. undir fyrirsögninni.

2. gr.

Í stað "þríhjóla bifhjóli" í a-lið 6. gr. kemur: bifhjóli á þremur, fjórum eða fleiri hjólum.

3. gr.

1. mgr. 7. gr. breytist þannig:

1)

g-liður orðast svo: léttu bifhjóli.

2)

nýr h-liður orðast svo: bifhjóli á þremur, fjórum eða fleiri hjólum og.

3)

h-liður verður i-liður.

2. mgr. 7. gr. verður 3. mgr. og ný 2. mgr. orðast svo:

Ökuskírteini veitir þeim sem hefur staðist ökupróf til farþegaflutninga í atvinnuskyni (flokkur B) rétt til þess að stjórna fólksbifreið til slíkra flutninga.

4. gr.

8. gr. breytist þannig:

Ný mgr., 2. mgr. orðast svo:

Ökuskírteini veitir þeim sem hefur staðist ökupróf til vöruflutninga í atvinnuskyni (flokkur C og C1) rétt til þess að stjórna vörubifreið til slíkra flutninga.

5. gr.

Ný mgr., 2. mgr. 9. gr. orðast svo:

Ökuskírteini veitir þeim sem hefur staðist ökupróf til farþegaflutninga í atvinnuskyni (flokkur D og D1) rétt til þess að stjórna hópbifreið til slíkra flutninga.

6. gr.

12. gr. orðast svo:

Umsækjandi um ökuskírteini fyrir flokka C, C1, D og D1 og til farþegaflutninga á fólksbifreið (flokkur B) í atvinnuskyni skal hafa fullnaðarskírteini fyrir flokk B.

Umsækjandi um ökuskírteini fyrir flokka BE, CE, C1E, DE og D1E skal eftir því sem við á hafa fullnaðarskírteini fyrir flokk B eða ökuskírteini fyrir flokka C, C1, D eða D1.

Umsækjandi um ökuskírteini til vöruflutninga í atvinnuskyni skal hafa ökuskírteini í flokki C eða C1 eftir því sem við á. Umsækjandi um ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni á hópbifreið skal hafa ökuskírteini í flokki D eða D1 eftir því sem við á.

7. gr.

Í stað "fullra 13 ára" í a-lið 14. gr. kemur: orðinn 15 ára.

8. gr.

16. gr. orðast svo:

Ökuskírteini fyrir flokk B má veita þeim sem er orðinn 17 ára.

Ökuskírteini fyrir flokk BE má veita þeim sem er orðinn 18 ára.

Ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk B má veita þeim sem er orðinn 20 ára.

9. gr.

17. gr. orðast svo:

Ökuskírteini fyrir flokka C, C1, CE og C1E má veita þeim sem er orðinn 18 ára.

Ökuskírteini til vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk C1 má veita þeim sem er orðinn 18 ára.

Ökuskírteini til vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk C má veita þeim sem er orðinn 21 árs.

10. gr.

18. gr. orðast svo:

Ökuskírteini fyrir flokka D, DE, D1 og D1E má veita þeim sem er orðinn 21 árs.

Ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk D1 má veita þeim sem er orðinn 21 árs.

Ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk D má veita þeim sem er orðinn 23 ára.

11. gr.

19. gr. orðast svo:

Heimilt er að synja um útgáfu á ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni ef ákvæði 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga eiga við. Synjunin skal, krefjist hlutaðeigandi þess, borin undir dómstóla samkvæmt reglum 68. gr. a almennra hegningarlaga.

12. gr.

2. mgr. 34. gr. orðast svo:

Ökupróf til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir flokka C og D má fara fram samtímis ökuprófi fyrir flokka C og D.

13. gr.

Framan við "3. tölulið" í 3. mgr. 47. gr. kemur: 2. og.

14. gr.

5. mgr. 48. gr. orðast svo:

Ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk B skal gefa út sem fullnaðarskírteini og til tíu ára frá útgáfudegi. Ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk D og D1 og til vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk C og C1 skal gefa út sem fullnaðarskírteini og til fimm ára frá útgáfudegi.

15. gr.

3. mgr. 53. gr. orðast svo:

Í stað "DE eða" í fyrri málslið 3. mgr. 53. gr. kemur: DE,

Á eftir "B eða D" í fyrri málslið 3. mgr. 53. gr. kemur: eða vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk C og C1.

16. gr.

Á eftir 54. gr. kemur ný grein, 54. gr. a, sem orðast svo:

Víkja má frá ákvæðum þessa kafla um aukin ökuréttindi í neyðartilvikum, svo sem vegna björgunaraðgerða.

17. gr.

Orðin "4. mgr." í 3. mgr. 55. gr. falla niður.

18. gr.

Á eftir 57. gr. kemur ný grein, 57. gr. a, sem orðast svo:

Sá sem sækir um endurnýjun ökuskírteinis til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk D og D1, sbr. 2. mgr. 9. gr., skal frá og með 10. september 2011 hafa sótt endurmenntunarnámskeið. Staðfesting þar að lútandi skal fylgja umsókn.

Sá sem sækir um endurnýjun ökuskírteinis til vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk C og C1, sbr. 2. mgr. 8. gr., skal frá og með 10. september 2012 hafa sótt endurmenntunarnámskeið. Staðfesting þar að lútandi skal fylgja umsókn.

Markmiðið með endurmenntun er að rifja upp og bæta við þá þekkingu og þjálfun sem ökumenn hafa áður fengið í námi til að öðlast aukin ökuréttindi. Reglur um endurmenntun eru í IX. viðauka.

Fyrirsögn 57. gr. a orðast svo: ENDURMENNTUN.

19. gr.

Á eftir staflið l í 81. gr. kemur nýr stafliður, stafliður m, sem orðast svo:

Þeir sem fyrir 10. september 2009 hafa á grundvelli ökuprófs öðlast réttindi til að mega stjórna vörubifreið mega stjórna vörubifreið til vöruflutninga í atvinnuskyni.

20. gr.

Á eftir 88. gr. kemur nýr kafli sem verður XII. kafli.

Í nýjum XII. kafla kemur ný grein, 88. gr. a sem orðast svo:

Eftirtaldir viðaukar, nr. I-IX, fylgja reglugerðinni og eru hluti hennar:

I.

Ákvæði um gerð og efni ökuskírteinisins.

II.

Lágmarkskröfur um líkamlegt og andlegt hæfi til að stjórna vélknúnu ökutæki.

III.

Ákvæði um ökutæki sem notuð eru til ökukennslu og við verklegt próf.

IV.

Ökunám.

V.

Ökupróf.

VI.

Eldri ökuréttindi.

VII.

Ákvæði um viðbótarupplýsingar, skilyrði og takmarkanir er varða ökuskírteini.

VIII.

Akstursmat.

IX.

Endurmenntun.

Fyrirsögn nýs XII. kafla orðast svo: VIÐAUKAR.

21. gr.

XII. kafli verður XIII. kafli.

22. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðast svo:

Ákvæði til bráðabirgða.

a.

Ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk D má, fram til 10. september 2008, veita þeim sem er orðinn 21 árs.

b.

Ökuskírteini til vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk C má, fram til 10. september 2009, veita þeim sem er orðinn 18 ára.

23. gr.

III. viðauki breytist þannig:

1)

Í stað "né um bifreið sem notuð er" í 3. mgr. undir fyrirsögninni "sjálfskipting" kemur: eða.

2)

Við 3. mgr. undir fyrirsögninni "sjálfskipting" bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þetta gildir heldur ekki um bifreið sem notuð er við verklegt próf til vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk C enda hafi nemandinn ökuskírteini fyrir flokk C.

3)

Undir fyrirsögninni "III. Ákvæði um gerð og búnað" á eftir staflið "H" kemur nýr stafliður, I, sem orðast svo: Vöruflutningar í atvinnuskyni. Vörubifreið eins og lýst er við flokk C.

4)

I-liður, undir fyrirsögninni "III. Ákvæði um gerð og búnað", verður J-liður.

24. gr.

Orðin "svo og" eftir "T" í 1. mgr. 1. töluliðar IV. viðauka falla brott. Við 1. töluliðinn svo breyttan bætist: og fyrir vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir flokka C og C1.

25. gr.

V. viðauki breytist þannig:

1)

Á undan "D" í 1. málslið 1. mgr. 7. töluliðar kemur: C eða.

2)

Í stað "fyrir sig" í 2. málslið 1. mgr. 7. töluliðar kemur: flokk B eða D. Í munnlegu prófi til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sérstaklega spyrja um atriði er tengjast slíkum flutningum.

3)

3. málsliður 2. mgr. 7. töluliðar fellur brott.

26. gr.

Við VII. viðauka, á eftir "90.07: má nota" kemur ný mgr. sem orðast svo: 95 Atvinnuréttindi ökumanns ...... (innan sviga skal tilgreina lokadag atvinnuréttindanna).

27. gr.

Á eftir VIII. viðauka kemur nýr viðauki, IX. viðauki, sem orðast svo:

1. Hverjum skylt er að sækja endurmenntunarnámskeið.

Ökumenn, sem annast farþegaflutninga (flokkur D og D1) og vöruflutninga (flokkur C og C1) í atvinnuskyni á hóp- og vörubifreiðum skulu sækja endurmenntunarnámskeið á fimm ára fresti. Það nægir að sækja endurmenntunarnámskeið fyrir annan hvorn flokkinn, þ.e. annars vegar D og D1 eða hins vegar C og C1.

2. Markmið.

Endurmenntun skal gera ökumönnum, sem stunda farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni á hópbifreiðum og vörubifreiðum kleift að viðhalda og endurnýja þekkingu sína og færni.

3. Tilhögun.

Endurmenntun fer fram á 35 stunda námskeiði samkvæmt kennsluáætlun og í samræmi við námskrá sem Umferðarstofa setur. Í náminu skal sérstök áhersla lögð á þætti er lúta að umferðaröryggi og hagkvæmri nýtingu eldsneytis. Kenna skal í 7 stunda lotum. Ökuskóli skal gefa út vottorð til nemanda um þátttöku á námskeiði.

4. Umsjón.

Endurmenntun skal fara fram á vegum ökuskóla með starfsleyfi til að annast endurmenntun samkvæmt þessum viðauka.

Fyrirsögn nýs viðauka, IX. viðauka, orðast svo: IX. VIÐAUKI ENDURMENNTUN.

28. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun nr. 2003/59, sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun nr. 64/2006 til birtingar í EES viðauka við Stjórnartíðindi EB.

29. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 50. og 52. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum öðlast gildi 10. september 2006 að undanskildum ákvæðum 3. mgr. 10. gr., sem öðlast gildi 10. september 2008 og 3. mgr. 9. gr. sem öðlast gildi 10. september 2009.

Samgönguráðuneytinu, 6. september 2006.

Sturla Böðvarsson.

Halldór S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica