Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

118/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

III. viðauki breytist þannig:

Í II. tölulið, sameiginleg ákvæði, undir fyrirsögninni "ástand ökutækis og búnaður" í stað "31. desember 2008" kemur: 30. september 2013.

Í II. tölulið, sameiginleg ákvæði, í stað 1. og 2. mgr. undir fyrirsögninni "sjálfskipting" kemur:

Ökutæki með sjálfskiptingu merkir í reglugerð þessari ökutæki sem ekki er búið kúplingsfetli eða kúplingshandfangi (á bifhjóli).

Ökutæki með sjálfskiptingu má ekki nota við verklegt próf.

2. gr.

IV. viðauki breytist þannig:

Á undan síðasta málslið 2. mgr. 1. töluliðar, námskrár, bætist við nýr málsliður sem orðast svo: Fjarnám skal skipulagt í samræmi við námskrá og nánari ákvörðun Umferðarstofu.

3. gr.

VII. viðauki breytist þannig:

Á VII. viðauka verða eftirfarandi breytingar:

  1. Í 2. tölulið "tákntölur sem gilda fyrir evrópska efnahagssvæðið" aftan við "10.02" í stað "sjálfskipting", kemur: ökutæki sem ekki er búið kúplingsfetli eða kúplingshandfangi (á bifhjóli).
  2. Í 2. tölulið "tákntölur sem gilda fyrir evrópska efnahagssvæðið" aftan við "78" í stað "takmarkað við ökutæki með sjálfskiptingu", kemur: takmarkað við ökutæki sem ekki er búið kúplingsfetli eða kúplingshandfangi (á bifhjóli).

4. gr.

VII. viðauki breytist þannig:

  1. Á eftir 5. mgr. 1. töluliðar með fyrirsögninni "sameiginleg ákvæði" kemur ný málsgrein, 6. mgr. sem orðist svo:

    Liggi fyrir sérstök, skrifleg beiðni ökuskírteinishafa er heimilt með tákntölu að tilgreina upplýsingar í ökuskírteini um að hann sé líffæragjafi. Beiðnin skal undirrituð í viðurvist lögreglustjóra. Upplýsingar skulu færðar í dálk 12 í ökuskírteininu.
    Lögreglustjóri skal gera skrá yfir ökurskírteinishafa sem leggja fram beiðni, sbr. 6. mgr. 1. töluliðar í VII. viðauka við reglugerð um ökuskírteini og varðveita allar beiðnir með öruggum hætti.

  2. Á eftir "575 Skírteinishafi er löggiltur ökukennari vegna réttindaflokkanna A, B, C, D og E." í 3. tölulið með fyrirsögninni "innlendar tákntölur" kemur:
    900 Skírteinishafi hefur gefið yfirlýsingu um að hann sé líffæragjafi.

5. gr.

Skráning upplýsinga í ökuskírteini á grundvelli 4. gr. tekur gildi frá og með 1. maí 2010.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/65/EB frá 27. júní 2008 um breytingu á tilskipun 91/439/EBE um ökuskírteini að því er varðar 1. og 3. gr. reglugerðarinnar. Tilskipunin var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun nr. 138/2008 og birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB þann 18. desember 2008.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 50. og 52. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 1. febrúar 2010.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica