Samgönguráðuneyti

781/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 501 11. ágúst 1997. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Á eftir 4. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein orðuð þannig:

Þar sem í ákvæðum reglugerðarinnar er fjallað um ökuréttindaflokkana C, CE, D og DE gilda ákvæðin eftir því sem við á einnig um undirflokka C1 og C1E og um D1 og D1E.


2. gr.

2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar er felld niður.


3. gr.

Aftan við 3. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður orðaður þannig:

Þó gildir að ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk D gildi einnig um flokk D1.


4. gr.

Aftan við 6. mgr., sem lýkur á orðunum „50% af leyfðum farmþunga“ í C-lið, III. kafla III. viðauka sem er með fyrirsögninni „Flokkur C“ kemur:

- Flokkur C1,

Vörubifreið í flokki C1 a.m.k. 5,0 m að lengd, a.m.k. 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd og gerð fyrir a.m.k. 80 km/klst. hraða. Bifreiðin skal búin læsivörðum hemlum og ökurita samkvæmt reglugerð EBE nr. 3821/85 sem innleidd hefur verið með reglugerð nr. 136/1995.


Farmrýmið skal vera lokaður kassi sem er að minnsta kosti jafnbreiður og jafnhár og stýrishúsið.


Um aðrar sérkröfur gildir hið sama og fyrir flokk B.


5. gr.

Aftan við 4. mgr., sem lýkur á orðunum „hið sama og fyrir flokk B“ í D-lið III. kafla í III. viðauka sem er með fyrirsögninni „Flokkur D“ kemur:

- Flokkur D1:

Hópbifreið í flokki D1 a.m.k. 5,0 m að lengd, a.m.k. 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd og gerð fyrir a.m.k. 80 km/klst. hraða.


Hópbifreiðin skal búin læsivörðum hemlum og ökurita samkvæmt reglugerð EBE nr. 3821/85 sem innleidd hefur verið með reglugerð nr. 136/1995.


Um aðrar sérkröfur gildir hið sama og fyrir flokk B.


6. gr.

Aftan við 11. og síðustu mgr., sem lýkur á orðunum „50% af leyfðum farmþunga“ í E-lið, III. kafla í III. viðauka sem er með fyrirsögninni „Flokkur E“, kemur:

- Flokkur C1E.

Próftökutæki í flokki C1 með tengdan eftirvagn sem er a.m.k. 1.250 kg að leyfðri heildarþyngd, a.m.k. 8,0 m að lengd og gert fyrir a.m.k. 80 km/klst. hraða. Farmrými eftirvagnsins skal vera lokaður kassi sem er a.m.k. jafnbreiður og jafnhár og stýrishúsið. Lokaði kassinn má einnig vera lítið eitt mjórri en stýrishúsið að því tilskildu að baksýn fáist eingöngu með ytri baksýnisspeglum á bifreiðinni. Heildarþyngd eftirvagnsins skal vera a.m.k. 800 kg.


- Flokkur D1E.

Prófökutæki í flokki D1 með tengdan eftirvagn sem er a.m.k. 1.250 kg að leyfðri heildarþyngd og gert fyrir a.m.k. 80 km/klst. hraða. Farmrými eftirvagnsins skal vera lokaður kassi sem er a.m.k. tveggja metra breiður og tveggja metra hár. Heildarþyngd eftirvagnsins skal vera a.m.k. 800 kg.


7. gr.

1. kafli IV. viðauka verður orðaður þannig:

Ökunám skal fara fram samkvæmt námskrám fyrir hvern einstakan flokk ökuréttinda, A, B, C, D, C1/D1, BE og C1E/D1E, CE/DE, M og T, svo og fyrir farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokkana B, D og D1.


8. gr.

Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt heimild í 52. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 15. ágúst 2005.


Sturla Böðvarsson.
Sigurbergur Björnsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica