Félagsmálaráðuneyti

49/1984

Reglugerð um holræsagjöld á Selfossi. - Brottfallin

 

REGLUGERÐ

um holræsagjöld á Selfossi.

 

1. gr.

       Eigandi hvers húss er tengist holræsakerfi Selfosskaupstaðar skal, áður en tenging fer fram, greiða sérstakt tengigjald er miðist við rúmmetrastærð viðkomandi húss sbr. 11. gr. reglugerðar um holræsi fyrir Selfosskaupstað, gjaldið fyrir hvern rúmmetra er kr. 3,51 miðað við byggingarvísitölu 149 stig 1983 og skal breytast í samræmi við breytingar á byggingarvísitölunni frá þeim tíma.

 

2. gr.

       Greiða skal holræsagjald af öllum húsum í lögsagnarumdæmi Selfosskaupstaðar sbr. 12. gr. reglugerðar um holræsi fyrir Selfosskaupstað.

Gjalddagar holræsagjalds eru þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatts og greiðist holræsagjaldið með fasteignaskattinum.

       Gjaldið skal vera 0,075% af fasteignamati. Upphæð holræsagjalds skal þó aldrei vera lægri en svarar kr. 2,73 á hvern rúmmetra íbúðarhúsnæðis og kr. 1,87 á hvern rúmmetra af öðru húsnæði. Á sama hátt skal upphæð holræsagjaldsins aldrei vera hærri en svarar kr. 3,40 á hvern rúmmetra af hvaða húsnæði sem er. Lágmarksupphæð holræsagjalds fyrir hverja gjaldskylda fasteign skal aldrei vera lægri en 374,00. Ofanskráðar lágmarks- og hámarks­krónutölur eru miðaðar við byggingarvísistölu 149 stig 1983 og skulu breytast með henni frá þeim tíma.

       Holræsagjaldið má taka lögtaki, og má gera lögtak í hinu skattskylda húsi án tillits til eigendaskipta. Nýtur holræsagjaldið lögveðsréttar í húseigninni næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

       Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Selfoss staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15, 20. júní 1923 til þess að öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 23 frá 1975 um holræsagjöld á Selfossi.

 

Félagsmálaráðuneytið, 7. febrúar 1984.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica