Félagsmálaráðuneyti

201/1976

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 163 13. júní 1972 um holræsi í Siglufjarðarkaupstað. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 163 13. júní 1972 um holræsi í Siglufjarðarkaupstað.

 

1. gr

            1. gr. 18. gr. orðist svo

Holræsagjald skal greiða árlega til bæjarsjóðs Siglufjarðar af öllum eignum, sem metnar eru til fasteignamats og skal vera 0.15% af fasteignamati húss og lóðar eins og það er á hverjum tíma. Lágmarksupphæð holræsagjalds fyrir hverja fasteign skal vera kr. 1 000.00.

Heimilt er bæjarstjórn fyrir eitt ár í senn að hækka eða lækka holræsagjaldið um allt að 50% án staðfestingar ráðuneytisins.

 

2. gr.

19. gr. orðist svo:

Holræsagjald af fasteign má taka lögtaki og gera lögtak í hinni skattskyldu fasteign án tillits til eigendaskipta. Nýtur holræsagjaldið lögveðsréttar í húseigninni næstu 2 ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og að­fararveði.

 

3. gr.

20. gr. orðist svo:

Um gjalddaga og innheimtu holræsagjalds fer með sama hætti og um fasteigna­skatt, enda skulu gjöld þessi innheimt sameiginlega.

Reglugerðarbreyting þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Siglu­fjarðar staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 3. maí 1976.

 

F. h. r. Hallgrímur Dalberg.

Skúli Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica