Félagsmálaráðuneyti

169/1973

Reglugerð um holræsi og holræsagjöld í Blönduóshreppi. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um holræsi og holræsagjöld í Blönduóshreppi.

 

1. gr.

Sveitarstjórn hefur ein heimild til þess að leggja holræsi um Blönduóskauptún.

 

2. gr.

Þar sem sveitarstjórn hefur látið leggja holræsi í götu, veg eða opið svæði, er hverjum húseiganda, sem á 1óð þar að, skylt að leggja á sinn kostnað ræsi frá húsinu, sem flytji skólp frá húsinu út að aðalræsi og halda við sinni heimæð. Regn­vatn af húsi eða lóð skal einnig, að svo miklu leyti sem unnt er, lent í húsræsið. Ef húseigandi vanrækir að leggja holræsi innan hæfilegs frests, sem sveitarstjórn til­tekur, skal verkið unnið á hans kostnað. Greiða skal kr. 1 000.00 í tengigjald.

 

3. gr.

Áður en húseigandi byrjar að leggja holræsi, skal hann leggja fram uppdrátt af holræsalögn innan húss og i grunni, er sýni legu, halla og stærð, gerð og annað því viðkomandi.

Aðeins pípulagningamanni eða öðrum, sem sveitarstjórn hefur samþykkt, skal heimilt að leggja holræsalagnir.

Engar lagnir má hylja fyrr en byggingafulltrúi hefur samþykkt þær.

 

4. gr.

Allt efni, sem notað er til holræsagerðar, skal standast þær kröfur, sem til slíks eru gerðar í byggingarsamþykkt, en auk þess getur hreppsnefnd sett reglur um hol­ræsaefni, t. d. ef um nýjungar á því sviði er að ræða. Hreppsnefnd getur gert kröfur um sérstaka hreinsibrunna á holræsakerfi húseiganda þar, sem ástæða þykir til.

 

5. gr.

Bannað er að láta renna í holræsakerfið sýrur, sterkan lút, olíur, kvikasilfur eða önnur efni, sem geta valdið skemmdum á holræsakerfinu eða varanlegri mengun.

 

6. gr.

Kostnaður við holræsagerð staðarins greiðist úr sveitarsjóði. Til þess að stand­ast útgjöld þau, sem stafa af lagningu holræsanna, ber hverjum þeim sem hús á, 1óð eða lóðarréttindi við götu eða veg eða opið svæði, þar sem hreppurinn hefur lagt holræsi í, greiða árlega til sveitarsjóðs 0.10% af fasteignamati húss og lóðar, þó aldrei minna en kr. 750.00 af húsi eða hluta af húsi, sem talinn er sér í fasteignamati enda sé skólplögn að viðkomandi húseign eða húshluta. Gjöld samkvæmt grein þess­ari er sveitarstjórn heimilt að hækka eða lækka um 50 af hundraði, án þess að samþykki ráðuneytisins komi til.

 

7. gr.

Húseigandi ber ábyrgð á greiðslu holræsagjalds.

Gjaldið hefur lögtaksrétt og er það tryggt með lögveði í lóð og mannvirkjum lóðareiganda á henni næstu 2 ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti fyrir hvers kon­ar samningsveði og aðfararveði. Árlegur gjalddagi holræsagjalds er sá sami og fast­eignaskatts.

 

8. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum allt að kr. 10 000.00, sem rennur í sveitarsjóð. Mál út af brotum gegn reglugerð þessari skal fara með sem almennt lögreglumál.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Blönduóshrepps, staðfestist hér með samkv æmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Félagsmálaráðuneytið, 14. maí 1973.

 

Hannibal Valdimarsson.

Hallgrímur Dalberg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica