Félagsmálaráðuneyti

808/1983

Reglugerð um holræsi og holræsagjöld í Grindavík. - Brottfallin

REGLUUERÐ

um holræsi og holræsagjöld í Grindavík.

 

1. gr.

            Grindavíkurbær hefur einn heimild til að leggja holræsi í Grindavík, nema sérstaklega sé samið um aðra tilhögun.

 

2. gr.

            Þar sem bæjarfélagið hefur látið leggja holræsi í götu, er hverjum húseiganda, sem lóð á þar að eða í námunda við, skylt að leggja á Sinn kostnað ræsi frá húsinu, er flytji allt skolp frá því í aðalæð.

 

3. gr

            Bæjarstjórn löggildir menu, sem teljast skulu hæfir til að leggja og ganga frá holræsum. Engum er heimilt að leggja ræsi í aðalræsið, nema að fengnu leyfi ofangreindra aðila, og er húseigendum skylt að hlíta fyrirmælum þeirra um gerð og legu ræsis og annað það er máli skiptir í sambandi við það.

 

4. gr.

            Kostnaður við holræsagerð bæjarins greiðist úr bæjarsjóði. Til þess að stanch straum af kostnaði skal hver húseigandi greiða bæjarsjóði tengigjald eins og það er á hverjum tíma þegar tenging er framkvæmanleg.

            Tengigjald þetta skal vera kr. 15 000,00 fyrir hús með einni íbúð, en kr. 5 000,00 að auki fyrir hverja íbúð í húsi umfram eina. Þó skulu hús, sem eru 350 m' eða minni, teljast ein íbúð.

            Fyrir atvinnuhúsnæði skal tengigjald vera kr. 30 000,00 fyrir hverja tengingu. Gjöld þessi eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar, er reglugerð þessi öðlast gildi og skulu breytast eftir henni á þriggja mánaða fresh.

            Húseigandi getur eigi krafist tengingar við holræsakerfið, fyrr en tengigjaldið hefur verið greitt eða um það hefur verið samið.

            Þá skal og hver húseigandi greiða árlega holræsagjald í bæjarsjóð er nemi 0,1% af fasteignamatsverði húsa og 1óða, þó aldrei lægra en kr. 500 000. Lágmarksgjald þetta skal endurskoða 1. janúar ár hvert og breytast í sama hlutfalli og fasteignamat í Grindavík.

            Holræsagjöldin skal reikna í heilum krónum. Gjöld samkvæmt grein þessari er bæjarstjórn heimilt að hækka eða lækka um allt að 50 af hundraði, án þess að samþykki ráðuneytis komi til.

 

5. gr.

            Gjöld af fasteignum skv. reglugerð þessari má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni gjaldskyldu eign, án tillits til eigendaskipta. Gjöldin njóta lögveðs í eigninni næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

            Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Grindavíkur staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr, 15 20. júní 1923 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 21. desember 1983.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjornssdóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica