Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

218/1971

Reglugerð um eftirlaun til aldraðra félaga í stéttarfélögum. - Brottfallin

1. gr.

Rétt til eftirlauna (ellilífeyris) eiga þeir, sem fullnægja öllum eftirtöldum skilyrðum.

a.         Eru fullgildir félagar í stéttarfélagi innan Alþýðusambands Íslands. Sama gildir um fullgilda félaga í öðrum stéttarfélögum, enda teljist þau til verkalýðs­félaga samkvæmt 4. gr. laga nr. 29 1956, um atvinnuleysistryggingar, og hafi komið á hjá sér skylduaðild að lífeyrissjóði.

b.         Eru fæddir árið 1914 eða fyrr.

c.         Hafa náð 70 ára aldri og látið af störfum. Maður, sem náð hefur 75 ára aldri, á þó rétt á eftirlaunum án tillits til, hvort hann hefur látið af störfum eða ekki.

d.         Eiga að baki a. m. k. 10 ára réttindatíma og hafa hvert þessara ára áunnið sér a. m. k. 1/25 úr stigi, sbr. 5. gr.

 

2. gr.

Nú andast maður, sem öðlazt hefur rétt til eftirlauna samkvæmt 1. gr. eða hefði getað öðlazt slíkan rétt með áframhaldandi réttindavinnslu, og skal þá eftirlifandi maki hans eiga rétt til eftirlauna samkvæmt 7. gr., enda hafi hinn látni fallið frá eftir 31. desember 1969 og uppfyllt skilyrði a-liðar 1. gr., átt að baki a. m. k. 5 ára réttindatíma og áunnið sér stig f samræmi við d-1ið 1. gr.

 

3. gr.

Maður telst hafa látið af störfum, sbr. c-1ið 1. gr., ef hann fellir niður vinnu og árlegar launatekjur hans lækka stórlega frá því, sem þær hafa verið undanfarandi ár, enda njóti hann hvorki atvinnuleysisbóta né slysadagpeninga. Það telst stórfelld lækkun í þessu sambandi, ef árlegar launatekjur ná ekki lengur helmingi þeirra launatekna, sem hlutaðeigandi hafði undanfarandi ár, eða svara ekki til helmings þess árlega stigafjölda, sem lagður er til grundvallar útreikningi eftirlauna. Nú lætur maður af fullu starfi, en heldur áfram starfi að hluta, og er þá heimilt að greiða honum skert eftirlaun, enda séu launatekjur hans eigi hærri en hálf föst laun þau, sem fylgja starfi því, er hann gegndi.

Nú tekur maður, sem látið hefur af störfum, upp störf að nýju, og fellur þá niður réttur hans til eftirlauna, meðan hann heldur áfram störfum, þó eigi lengur en til 75 ára aldurs, sbr. c-1ið 1. gr. Slík niðurfelling skal reiknuð í heilum mánuðum fyrir hvert almanaksár um sig, en broti tír mánuði sleppt. Sé um stopula vinnu að ræða, skal reikna 25 vinnudaga í mánuði, en sé óvissa um lengd vinnutímans, skal reikna mánaðartekjur sem tekjur af dagvinnu að viðbættum 40%, miðað við taxta þann, sem lagður er til grundvallar við útreikning eftirlauna, sbr. 1. málsgr. 5. gr. Aldrei skal þó fella niður eftirlaun, ef árlegar launatekjur svara til minna en ¼  af árlegu meðaltali stiga, sem lagt er til grundvallar útreikningi eftirlauna.

 

4. gr.

Til réttindatíma félaga skal einungis reikna þann tíma frá og með árinu 1955, sem hann hefur verið að störfum, sem verið hefðu tryggingarskyld samkvæmt ákveð­um samkomulags atvinnurekenda og Alþýðusambands Íslands frá 19. maí 1969 eða öðrum ákvæðum um skylduaðild að lífeyrissjóðum sbr. a-1ið 1. gr., ef hlutaðeigandi ákvæði hefðu öðlazt gildi 1. janúar 1955.

Réttindatími manns, sem ekki hafði náð 55 ára aldri í árslok 1954, reiknast frá 1. næsta mánaðar eftir að þeim aldri er náð.

Réttindatími, sem áunninn er eftir árslok 1969 og miðast við iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóðs, reiknast í mánuðum.

Nú hefur félagi verið bóndi á lögbýli eftir árslok 1954 og eftir að hann náði 55 ára aldri, og skal þá slíkur tími reiknast með réttindatíma. enda eigi félaginn ekki rétt til lífeyris samkvæmt lögum um Lífeyrissjóð bænda.  Sama gildir um búrekstur utan lögbýlis. ef hann hefur að dómi umsjónarnefndar eftirlauna verið aðalatvinna hlutaðeigandi félaga og vinnuframlag félagans telst hafa verið verulegt í samanburði við fullt starf launþega.

 

5. gr.

Eftirlaunaréttur miðast við áunnin stig. Til grundvallar stigaútreikningi skal reikna fyrir hvert almanaksár árslaun miðuð við fast dagvinnukaup 52 vikur á ári Samkvæmt 2. taxta Dagsbrúnar með fullri starfsaldurshækkun. Verði grundvöllur þess að dómi ráðherra ónothæfur mælikvarði á breytingar á dagvinnutekjum launþega innan Alþýðusambands Íslands almennt, skal hann að fengnum tillögum umsjónarnefndar eftirlauna ákveða annan stigagrundvöll, svo og tengingu hans við fyrri grundvöll.

Laun þau, sem félagi hefur eftir árslok 1969 eða hliðstæðum ákvæðum. sbr. 1. málsgr. 4. gr., skulu umreiknuð í stig á þann hátt, að deilt skal í árslaunin með grundvallarlaunum hlutaðeigandi árs, sbt. 1. málsgr. þessarar greinar. Fáist ekki með þessu móti upplýsing­ar um iðgjaldsskildar launatekjur a. m. k. 5 almanaksára auk þess árs, er sótt er um eftirlaun, skal fyrir þau ár, sem á vantar, stuðzt við upplýsingar skattstjóra um framtaldar launatekjur næstu starfsár á undan. Skulu launatekjur samkvæmt skatt­framtölum umreiknaðar í stig með framangreindum hætti, en aldrei skal þó reikna meira en 1,1 stig fyrir einstakt almanaksár til ársloka 1969, og sama gildir um tíma eftir árslok 19fí9, þar til skylduaðild að lífeyrissjóði hefur verið komið á, sbr. a-lið 1. gr.

Við útreikning stiga lengra aftur í tímann en upplýsingar lífeyrissjóðs og skatt­stjóra ná, skal miða við meðaltal stiga þrjú bestu árin, sem upplýsingarnar eru um.

Hefjist réttindatími samkvæmt 2. málsgr. 4. gr. ekki um áramót, skal reikna stig fyrsta almanaksársins í hlutfalli við réttindatíma á árinu.

Ekki skal reikna stig fyrir lengri tíma en 20 ár og ekki fyrir tíma eftir að taka eftirlauna er hafin. Við úrskurðun makalífeyris skal þó taka tillit til áunninna stiga fram til 75 ára aldurs hins látna, og á sama hátt skal fjárhæð ellilífeyris endurskoðuð við 75 ára aldur félaga með hliðsjón af áunnum stigum eftir að taka ellilífeyris hófst. Stig skulu reiknuð með þremur aukastöfum.

 

6. gr.

Sé taka lífeyris hafin á sama ári og iðgjaldagreiðslu til lífeyrissjóðs lýkur og ekki vitað um grundvallarlaun ársins, skal úrskurður um eftirlaun til bráðabirgða miðast við áunninn rétt í ársbyrjun, en síðan skal leiðrétting eiga sér stað eftir lok ársins. Leiki vafi á, hvort áunnin stig á árinu eru einvörðungu fyrir tíma, áður en taka eftirlauna hófst, skal ekki reikna með fleiri stigum en réttindatími á árinu og áunnin stig næsta ár á undan veita tilefni til.

 

7. gr.

Eftirlaun skiptast í ellilífeyri og makalífeyri.

Fjárhæð ellilífeyris er hundraðshluti af meðaltali grundvallarlauna næstu 5 almanaksárin, áður en taka lífeyris hefst, og nemur hundraðshluti þessi samanlögð­um stigafjölda, sem félaginn hefur áunnið sér, margfölduðum með 1.8. Aldrei skal þó reikna með færri stigum en 5.

Fjárhæð makalífeyris er hundraðshluti af meðaltali grundvallarlauna næstu 5 almanaksárin, áður en taka lífeyris hefst, og nemur hundraðshluti þessi samanlögð­um stigafjölda, sem félaganum var reiknaður, að viðbættum 5 stigum. Falli félagi frá, áður en hann nær 70 ára aldri, skal auk áunninna stiga reikna þau stig, sem ætla má, að hann hefði áunnið sér fram til 70 ára aldurs, miðuð við meðaltal stiga þrjú síðustu almanaksárin áður en hann féll frá.

Maður getur notið samtímis elli- og makalífeyris samkvæmt lögum þessum, enda sé heildarfjárhæð eftirlauna eigi hærri en sem svarar fjárhæð ellilífeyris fyrir 20 áunnin stig.

 

8. gr.

Heimilt er ráðherra, að fengnum tillögum umsjónarnefndar eftirlauna, að ákveða fyrir eitt ár í senn greiðslu uppbótar á eftirlaun, sem þegar hafa verið úrskurðuð. Miðast heimild þessi við byrjun hvers almanaksárs, í fyrsta sinn við ársbyrjun 1972. Við slíka ákvörðun skal m. a. hafa hliðsjón af breytingum, er orðið hafa á kauptaxta þeim, sem stigaútreikningur miðast við, sbr. 1. málsgr. 5. gr., og hliðstæðum uppbót­um, sem almennt eru greiddar á lífeyri úr lífeyrissjóðum verkalýðsfélaga.

 

9. gr.

Greiðslur úr lífeyrissjóðum og hliðstæðar greiðslur úr ríkissjóði eða öðrum op­inberum sjóðum koma til frádráttar greiðslum samkvæmt 7. og 8. gr. Hafi hlutað­eigandi eftir 19, maí 1969 gengið úr lífeyrissjóði og afsalað sér réttindum sínum þar, skal sá lífeyrir, sem hann hefði ella átt rétt á úr sjóðnum, dragast frá á sama hátt. Sé um að ræða lífeyrissjóð, sem stofnaður er eftir gildistöku laga nr. 18 1970, skal frádráttur ekki vera lægri en hann mundi vera samkvæmt þeim reglum, er tíðkast hjá lífeyrissjóðum stéttarfélaga, sem starfræktir voru fyrir gildistöku laganna.

Eigi eftirlaunamaður innstæðu í lífeyrissjóði með séreignaskipulagi, skal árleg­ur frádráttur nema 10% af innstæðunni, eins og hún er, þegar eftirlaunagreiðslur samkvæmt þessari grein hefjast.

Hafi lífeyrissjóður krafizt iðgjalda umfram þau, sem greiða hefði átt samkvæmt samkomulaginu frá 19. maí 1969, skal umsjónarnefnd eftirlauna áætla þann hluta líf­eyrisgreiðslna, sem stafar af slíkri umframgreiðslu iðgjalda, og kemur hann ekki til frádráttar.

 

10. gr.

Eftirlaun greiðast eftir á fyrir hvert greiðslutímabil, er hlutaðeigandi sjóðsstjórn ákveður. Þó skal eigi greitt oftar en mánaðarlega og eigi sjaldnar en ársfjórðungs­lega.

Eftirlaun skulu greidd frá 1. janúar 1971 til þeirra, sem þá eiga rétt til þeirra samkvæmt 1. gr. Til þeirra, sem siðar öðlast rétt til þeirra, skulu þau greidd frá 1. næsta mánaðar eftir að þeir öðluðust réttinn. Eftirlaun falla niður í lok þess mán­aðar, er lífeyrisþegi fellur frá. Fjárhæð eftirlauna skal reiknuð f heilum krónum á mánuði án tillits til greiðslutímabils, sbr. 1. málsgr.

 

11. gr.

Stjórnir hlutaðeigandi lífeyrissjóða úrskurða eftirlaun og annast greiðslu þeirra. Eigi hlutaðeigandi eftirlaunaþegi ekki lífeyrisrétt t neinum lífeyrissjóði, skal stjórn lífeyrissjóðs stéttarfélags hans úrskurða eftirlaunin og greiða þau, nema samkomu­lag sé um annað milli þess sjóðs og lífeyrissjóðs fyrirtækis, sem félaginn hefur starfað hjá.

Eftirlaun skulu ekki greidd lengra aftur í tímann en tvö ár, reiknað frá lokum þess mánaðar, er umsókn berst sjóðsstjórn.

 

12. gr.

Umsjónarnefnd eftirlauna hefur yfirumsjón með úthlutun eftirlauna og úthlutar stjórnum lífeyrissjóða, sbr. 11, gr., fé því, sem þarf til greiðslu eftirlaunanna. Skylt er umsækjendum, stjórnum lífeyrissjóða og skattstjórum að veita nefndinni þær upp­lýsingar, er þessir aðilar hafa tök á að veita og nefndin telur mega að gagni verða við ákvörðun eftirlaunaréttinda. Hún úrskurðar og um ágreining, sem upp kann að koma um úrskurðun og greiðslu eftirlauna.

 

13. gr.

Umsóknir um eftirlaun skulu ritaðar á eyðublöð, er umsjónarnefnd eftirlauna lætur gera. Skulu eyðublöð þessi fást hjá verkalýðsfélögum og annars staðar eftir því, sem hentugt þykir.

Umsækjendum er skylt að svara öllum spurningum og veita þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru til þess, að hægt sé að úrskurða um eftirlaunarétt.

Telji umsjónarnefndin upplýsingar um einhver þau atriði, er máli skipta um eftirlaunarétt, vera ófullnægjandi, skal hún fresta ávísun á greiðslu, unz úr hefur verið bætt, eða miða greiðslu við þann rétt, sem ótvíræður er.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 13. gr. laga nr. 63 1971 og öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 242 1970 um eftirlaun til aldraða félaga í stéttarfélögum.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 15. nóvember 1971.

 

Magnús Kjartansson.

Páll Sigurðsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica