Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

375/1984

Reglugerð um breyting á reglugerð um sóttvarnir nr. 229/1971, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð um sóttvarnir nr. 229/1971, með síðari

breytingum.

1.gr.

33. gr. orðist svo:

Þá er skip kemur að landi, lætur skipstjóri sóttvarnanefnd í té skriflega greinargerð um heilbrigðisástand í skipinu (sbr. þó 37. gr.). Heilbrigðisgreinargerð skal gerð úr garði, eins og sýnt er á 3. fylgiskjali með þessari reglugerð. Ef skipslæknir er á skipi, undirritar hann heilbrigðisgreinargerð ásamt skipstjóra.

Ef á skipi eru dýr, tamin og villt, skal sérstaklega gæta ákvæða reglugerðar nr. 290/1980, um varnir gegn hundaæði (rabies).

Skipstjóra og skipslækni er skylt að svara öllum eðlilegum fyrirspurnum sóttvarnayfirvalda, er varða heilbrigðisástand í skipi þeirra á leið þess.

2. gr.

35. gr. orðist svo:

Með þeim undantekningum, sem um ræðir í 36. gr., eru skip, sem annast reglubundnar áætlunarferðir og fiskiskip, sem skráð eru á Íslandi og sigla undir íslenskum fána, undanþegin kvöð um heilbrigðisgreinargerð samkvæmt ákvæðum 33. greinar og að afla sér samskiptaleyfis, en þó getur sóttvarnanefnd krafist þess, að skipstjóri láti sóttvarnanefnd í té, áður en skipið hefur frjáls samskipti við land, skriflega yfirlýsingu um, að einskis hafi orðið vart, er bendi til þess að sótthættan stafi af skipi hans, og skal yfirlýsingin gerð úr garði, eins og sýnt er á 5. fylgiskjali með þessari reglugerð. Megi hins vegar ætla, að næm sótt sé í skipinu eða hafi gert vart við sig á leið þess, eru því óheimil frjáls samskipti við land, fyrr en sóttvarnalækni hefur gefist ráðrúm til að kynna sér heilbrigðisástand innan borðs og gera ráðstafanir til sóttvarna, eftir því sem ástæða kann að vera til.

Á sama hátt, og með sömu undantekningum, getur ráðherra eða í einstökum tilvikum sóttvarnanefnd undanþegið önnur skip kvöð um heilbrigðisgreinargerð.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt sóttvarnalögum nr. 34/1954, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 23. ágúst 1984.

Matthías Bjarnason.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica