Menntamálaráðuneyti

191/1974

Reglugerð um Líffræðistofnun Háskóla Íslands - Brottfallin

REGLUGERÐ

 

um Líffræðisstofnun Háskólans.

 

1. gr.

          Líffræðistofnun Háskólans heyrir undir verkfræði- og raunvísindadeild skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 84/1970 um Háskóla Íslands.

Hlutverk stofnunarinnar eru:

 

2. gr.

a)           Að annast grundvallarrannsóknir í líffræðigreinum þessum:

              1. dýrafræði,

2. erfðafræði og sameindalíffræði,

3. grasafræði,

4. vistfræði.

b)           Að annast kennslu skv. ákvörðun verkfræði- og raunvísindadeildar á þeim sviðum liffræðinnar, sem undir stofnunina falla.

c)           Að sinna þeim verkefnum, sem henni henni að vera falin til úrlausnar, enda komi greiðsla fyrir.

d)           Að gangast fyrir ráðstefnum, námskeiðum og fyrirlestrum til kynningar á fræði­legum nýjungum og; fást við hver önnur verkefni, er stuðlað Beta að því að efla rannsóknarstarfsemi í líffræðilegum greinum og kennslu í þeim í skólum landsins eftir því, sem við verður komið og fé er vent til.

e)           Að hafa samvinnu við aðrar rannsóknarstofnanir, er starfa á skyldum sviðum.

 

3. gr.

Starfslið stofnunarinnar er:

a)           Fastir háskólakennarar í þeim greinum, sem heyra undir stofnunina.

Auk þeirra er heimilt, að fastir kennarar annarra deilda í skyldum greinum þeim, er getur í a-lið 2. gr., starfi við stofnunina. I1m hlutaráðna kennara gildir almennt sama heimild, æski þeir þess.

b)           Gistiprófessorar, sérfræðingar og styrkþegar, sem sinna tímabundnum verkefnum eða kennslu.

c)           Sérfræðingar, aðstoð.u-menn og aðrir starfsmenn eftir því, senn heimild er til f fjárlögum.

d)           Stúdentar, sem stjórn stofnunarinnar veitir starfsaðstöðu til rannsóknarverkefna.

 

4. gr.

              Stjórn stofnunarinnar er skipuð þrem mönnum; tveim kjörnum af verkfræði­ og raunvísindadeild til tveggja ára i senn úr hópi fastra háskólakennara og sérfræð­inga, sbr. 3. gr. 1ið a og c, að fengnum tillögum starfsliðs; svo og einum stúdent með líffræði sem aðalgrein, kjörnum of Félagi náttúrufræðinema til eins árs.

          Stjórnin kýs sér formann og skal harm vera annar þeirra, sem kosnir eru of verkfræði- og raunvísindadeild, en eigi má harm vera formaður stjórnarnefndar líffræðiskorar. Stjórnarformaður er forstöðumaður stofnunarinnar. Hann skal hafa umsjón með framkvæmd á ákvörðunum stjórnarinnar og hafa eftirlit með allri starf­semi, meðan sérstakur framkvæmdastjóri hefur ekki verið ráðinn.

Heimilt skal að ráða framkvæmdastjóra, og setur stjórnin honum erindisbréf Stjórn stofnunarinnar er að fengnu samþykki verkfræði- og raunvísindadeildar heimilt að skipta stofnuninni í rannsóknarstofur eftir því, sem þörf er fyrir og fé er vent til.

          Verði stofnuninni skipt í rannsóknarstofur, skal fyrir hverri þeirra vera forstöðu­maður, sem hefur á hendi stjórn rannsókna og stendur fyrir daglegum rekstri undir yfirstjórn forstöðumanns stofnunarinnar og stjórnar hennar. Fastir starfsmenn rann­sóknarstofu kjósa forstöðumann til þriggja ára í senn úr samsvarandi hópi og stjórn­armenn eru kjörnir of verkfræði- og raunvísindadeild, sær. 1. mgr.

          Stjórnin fjallar um öll sameiginleg málefni stofnunarinnar; hefur umsjón með fjármálum hennar, semur rekstraráætlanir og tillögur um fjárveitingar til hennar og til einstakra rannsóknarstofa, er þeim hefur verið komið á.

Stjórnin getur skotið málum til deildarráðs til samráðs eða úrskurðar. Verði þá ágreiningur, má skjóta honum til deildarfundar og háskólaráðs.

 

5. gr.

          Stjórnarformaður, forstöðumenn rannsóknastofa, svo og annað starfslið skulu fá greidda þóknun eftir gildandi reglum innan Háskólans, eða eftir nánari ákvörðun, þegar fært þykir.

              Háskólinn sér starfsliði fyrir vinnuaðstöðu.

6. gr.

          Rekstur stofnunarinnar er greiddur of ríkisfé skv. því, sem vent er í fjárlögum. Aðrar tekjur stofnunarinnar eru:

a)           Styrkir til einstakra verkefna.

b)           Greiðslur fyrir umbeðin verkefni. c) Gjafir.

          Fjármálin heyra endanlega undir rektor og háskólaritara, sær. 3. og 4, mgr. 2. gr. og 4. mgr. 36. gr. laga nr. 84/1970, um Háskóla Íslands. Skal reikningshaldið vera hluti of heildarreikningi Háskólans.

 

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 9. gr. laga nr. 84/1970, um Háskóla Íslands, sær. háskólareglugerð nr. 76/1958, 87. gr., og öðlast þegar gildi.

 

Í menntamálaráðuneytinu, 18. .júní 1974.

 

Magnús T. ólafsson.

Birgir Thorlacius.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica