Félagsmálaráðuneyti

1036/2003

Reglugerð um hlut Vinnueftirlits ríkisins í tryggingagjaldi launagreiðenda á árinu 2004.

1. gr.

Vinnueftirlit ríkisins fær á árinu 2004 í sinn hlut til að standa straum af kostnaði vegna framkvæmdar laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum með síðari breytingum, 0,048% af gjaldstofni tryggingagjalds, sem er allar tegundir launa eða þóknana fyrir starf, hverju nafni sem nefnist, sem skattskylt er skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 90/2003.


2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. laga um tryggingagjald, nr. 113/1990 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um hlut Vinnueftirlits ríkisins í tryggingagjaldi launagreiðenda á árunum 2001 og 2002, nr. 165/2003.


Félagsmálaráðuneytinu, 17. desember 2003.

Árni Magnússon.
Hermann Sæmundsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica