Félagsmálaráðuneyti

829/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, nr. 374/2001. - Brottfallin

829/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd
með fjármálum sveitarfélaga, nr. 374/2001.

1. gr.

2. málsl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Leiði athugun nefndarinnar í ljós að afkoma sveitarsjóðs er ekki í samræmi við 5. gr. eða fjármál sveitarfélagsins stefni að öðru leyti í óefni skal nefndin aðvara viðkomandi sveitarstjórn og kalla eftir skýringum.


2. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skilgreiningar.
Tekjur: Skatttekjur og aðrar tekjur sveitarfélags, sbr. viðauka 1 í auglýsingu nr. 790/2001.
Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir: Tekjur að frádregnum launum og launatengdum gjöldum og öðrum rekstrarkostnaði samkvæmt rekstrarreikningi, sbr. viðauka 1 í auglýsingu nr. 790/2001.
Rekstrarniðurstaða: Tekjur að frádregnum öllum rekstrargjöldum samkvæmt rekstrarreikningi, sbr. viðauka 1 í auglýsingu nr. 790/ 2001.
Veltufé frá rekstri: Veltufé frá rekstri samkvæmt upplýsingum úr sjóðsstreymi, sbr. viðauka 4 í auglýsingu nr. 790/2001.
Fjárfestingarhreyfingar: Fjárfestingarhreyfingar samkvæmt upplýsingum úr sjóðsstreymi, sbr. viðauka 4 í auglýsingu nr. 790/2001.
Varanlegir rekstrarfjármunir: Fasteignir, veitukerfi, vélar, áhöld og tæki, sbr. viðauka 2 í auglýsingu nr. 790/2001.
Langtímaskuldir: Skuldir við lánastofnanir og aðrar langtímaskuldir sveitarsjóðs, sbr. viðauka 3 í auglýsingu nr. 790/2001.
Skuldir: Langtímaskuldir og skammtímaskuldir, sbr. viðauka 3 í auglýsingu nr. 790/2001.
Eignir: Heildareignir sveitarfélags, þ.e. fastafjármunir og veltufjármunir, samkvæmt efnahagsreikningi, sbr. viðauka 2 í auglýsingu nr. 790/2001.
Eiginfjárhlutfall: Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi í hlutfalli við eignir.
Lykiltala: Hlutfallslegt gildi til að fá samanburðarhæfar upplýsingar milli sveitarfélaga, óháðar stærð eða umfangi þeirra.


3. gr.

Á eftir 5. gr. reglugerðarinnar koma tvær nýjar greinar, er orðast svo:
a. (5. gr. a.)
Ákveði sveitarstjórn að selja fasteignir sem falla undir 2. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga skal hún tilkynna þá ákvörðun til eftirlitsnefndar, og senda nefndinni greinargerð sérfróðs aðila um áhrif sölunnar á fjárhag sveitarfélagsins. Í tilkynningu skal koma fram hvaða áform sveitarstjórn hefur um ráðstöfun söluandvirðis eða ávöxtun þess. Eftirlitsnefnd skal kanna sjálfstætt hvaða fjárhagslegu áhrif salan hefur á rekstur sveitarfélagsins. Telji nefndin að þess sé þörf getur hún sett fram tillögur sínar til viðkomandi sveitarstjórnar um aðra ráðstöfun söluandvirðis eða ávöxtun þess en fram kemur í tilkynningu til nefndarinnar.

b. (5. gr. b.)
Ef sveitarstjórn tekur ákvörðun um verulegar skuldbindingar sem ekki koma fram í fjárhagsáætlun, þ.m.t. langtímaskuldbindingar samkvæmt leigusamningum, samningum um rekstur fasteigna eða þjónustu við íbúa eða sambærilegum samningum, skal hún tilkynna þá ákvörðun til eftirlitsnefndar.


4. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Árlega skal eftirlitsnefnd kanna reikningsskil sveitarfélags, fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun, reikna út lykiltölur, sbr. 3. mgr., og bera þær saman við viðmið, sbr. 8. gr.

Gögn, sbr. 1. mgr., skulu ná til aðalsjóðs sveitarfélags og annarra sjóða og stofnana er falla undir a-lið 60. gr. sveitarstjórnarlaga.

Eftirfarandi lykiltölur skal reikna út og bera saman við viðmið:

1. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir í hlutfalli við tekjur.
2. Rekstrarniðurstaða í hlutfalli við tekjur.
3. Veltufé frá rekstri í hlutfalli við tekjur.
4. Fjárfestingarhreyfingar í hlutfalli við veltufé frá rekstri.
5. Langtímaskuldir í hlutfalli við varanlega rekstrarfjármuni.
6. Skuldir í hlutfalli við eignir.
7. Eiginfjárhlutfall.

Við útreikning á lykiltölum, sbr. 5. og 6. tölul., skal eftirlitsnefnd einnig hafa til hliðsjónar eignir og skuldbindingar sveitarsjóðs utan efnahags.

Við mat sitt á fjárhagsstöðu sveitarfélaga getur eftirlitsnefnd reiknað aðrar lykiltölur til viðbótar lykiltölum, sbr. 3. mgr., og borið þær saman við viðmið.


5. gr.

8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Eftirlitsnefnd skal setja sér vinnureglur um útreikning lykiltalna og samanburð þeirra við viðmið sem nefndin setur sér og hefur til hliðsjónar við mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaga.


6. gr.

10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Telji eftirlitsnefnd við mat sitt á fjárhagsstöðu sveitarfélags, sbr. 11. gr., að forsendur fjárhagsáætlunar og/eða þriggja ára áætlunar séu óraunhæfar skal hún gera sveitarstjórn grein fyrir niðurstöðum sínum og taka tillit til þeirra við mat sitt á fjárhagsstöðu sveitarfélags.


7. gr.

11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Á grundvelli samanburðar lykiltalna og viðmiða, sbr. 6. og 8. gr., athugunar eftirlitsnefndar á þjónustustigi og framkvæmdaþörf sveitarfélags, sbr. 9. gr., forsendum fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar, sbr. 10. gr., möguleikum sveitarfélagsins til viðbótar tekjuöflunar og upplýsinga um fjárhagsstöðu stofnana, fyrirtækja og annarra rekstrareininga er falla undir b-lið 60. gr. sveitarstjórnarlaga, skal nefndin meta hvort grípa þurfi til aðgerða skv. III. kafla reglugerðar þessarar.


8. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 74. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 31. október 2003.

Árni Magnússon.
Guðjón Bragason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica