Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

826/2006

Reglugerð um innleiðingu reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2988/74 frá 26. nóvember 1974 um fyrningarfrest við meðferð mála og hvernig beita skuli refsiaðgerðum samkvæmt reglum Efnahagsbandalags Evrópu um flutninga og samkeppni.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 10. tl. 3. mgr. bókunar 21 við EES samninginn, gildir hér á landi með þeim breytingum sem leiða af bókun 21, bókun 1 og öðrum ákvæðum samningsins. Eftirtalin EB-gerð gildir því hér á landi:

Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2988/74 frá 26. nóvember 1974 um fyrningarfrest við meðferð mála og hvernig beita skuli refsiaðgerðum samkvæmt reglum Efnahagsbandalags Evrópu um flutninga og samkeppni.

2. gr.

Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2988/74 frá 26. nóvember 1974 hefur verið breytt með eftirfarandi reglugerð og gildir hún einnig hér á landi samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2004 frá 24. september 2004:

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1/2003 frá 16. desember 2002 um framkvæmd samkeppnisreglna sem mælt er fyrir um í 81. og 82. gr. sáttmálans.

3. gr.

Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2988/74 hefur áður verið birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérriti S40, bls. 105-107.

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1/2003 hefur áður verið birt sem fylgiskjal með reglugerð nr. 652/2005 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 2005, bls. 1419-1444.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 18. september 2006.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Jónína S. Lárusdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.