Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

864/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 120/2000, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

1. gr.

Við 10. gr. bætist eftirfarandi málsl.: Þessi grein gildir ekki um sameiginlega fjárfestingu í verðbréfum.

2. gr.

Við 3. mgr. 12. gr. bætast eftirfarandi málsl.: Viðskiptavinum skal greint frá því að viðbótartrygging falli niður og hvenær hún falli úr gildi. Útibú skal á afgreiðslustöðum sínum hafa til reiðu skriflegar upplýsingar um aðild sína að sjóðnum. Skulu upplýsingarnar vera á íslensku og ávallt til reiðu þannig að auðvelt sé að nálgast þær.

3. gr.

Við 3. mgr. 15. gr. bætast eftirfarandi málsl.: Útibú skal á afgreiðslustöðum sínum hafa til reiðu skriflegar upplýsingar um aðild sína að sjóðnum. Skulu upplýsingarnar vera á íslensku og ávallt til reiðu þannig að auðvelt sé að nálgast þær.

4. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 6. desember 2002.

Valgerður Sverrisdóttir.

Benedikt Árnason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.