Heilbrigðisráðuneyti

299/2021

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 817/2012, um sóttvarnaráðstafanir.

1. gr.

6. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Uppfylli einstaklingur ekki skilyrði faglegra fyrirmæla landlæknis skal hann greiða 7.000 kr. fyrir sýnatöku á vegum heilsugæslu vegna greiningar á SARS-CoV-2 veirunni, hvort sem hann er sjúkra­tryggður eða ósjúkratryggður. Gjaldið myndar ekki afsláttarstofn skv. 4. gr. reglugerðar um greiðslu­þátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, sbr. jafnframt 29. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar. Ekki skal taka gjald fyrir útgáfu rafræns vottorðs. Um upphæð gjalds fyrir vottorð sem útgefið er af heilbrigðisstarfsmanni á heilsugæslustöð fer eftir reglugerð nr. 1350/2020, um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, eða reglugerð nr. 1455/2020, um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu, eftir því sem við á. Heimilt er að taka komugjald ef leitað er á heilsu­gæslu­stöð vegna útgáfu vottorðs eða ef sýnataka fer fram á heilsugæslustöð utan reglulegra sýna­töku­stöðva.

 

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13., 17. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, og 1. tölul. 1. mgr. og 5. mgr. 29. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 11. mars 2020.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica