Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

191/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gjaldskrá Íbúðalánasjóðs, nr. 1016/2005, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við greinina bætist ný málsgrein sem verður 1. mgr. svohljóðandi:
    Gjald vegna framkvæmdar lánshæfis- og greiðslumats er 10.000 kr. fyrir hvert mat.
  2. Í stað tölunnar "0,5" í 3. tölulið 1. mgr., sem verður 2. mgr., kemur talan: 1.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "3.300" kemur: 8.500.
  2. Í stað "desember 1998" kemur: nóvember 2016.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað tölunnar "75" í 1. tölulið kemur: 140. Við 1. tölulið bætist nýr málsliður svoljóðandi:
    Fyrir heimsendan greiðsluseðil er gjaldið 265 kr.
  2. 2. töluliður orðast þannig: Fyrir hvert milliinnheimtubréf sem sent er eftir 10, 30 og 50 daga vanskil, leggjast 950 kr. á hvert lán.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað tölunnar "4.500" í 1. tölulið kemur: 7.500.
  2. Í stað tölunnar "2.000" í 2. tölulið kemur: 3.000.
  3. Í stað tölunnar "5.000" í 3. tölulið kemur: 7.500.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað tölunnar "2.000" í 1. tölulið 1. mgr. kemur: 3.000.
  2. Í stað tölunnar "2.000" í 2. tölulið 1. mgr. kemur: 5.000.
  3. Í stað tölunnar "2.000" í 3. tölulið 1. mgr. kemur: 5.000.
  4. Í stað tölunnar "2.000" í 4. tölulið 1. mgr. kemur: 10.000.
  5. Við 1. mgr. bætast þrír nýir töluliðir svohljóðandi:

    1. Gjald fyrir yfirtöku lána er 10.000 kr. fyrir hvert lán.
    2. Gjald fyrir umsýslu lána ef 14 daga skilaréttur er nýttur er 10.000 kr. fyrir hvert lán.
    3. Gjald fyrir aðrar breytingar á skilmálum er 3.000 kr. fyrir hvert lán.
  6. Í stað tölunnar "2.000" í 2. mgr. kemur: 3.000.

6. gr.

Á eftir 7. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, sem verður 7. gr. a svohljóðandi:

Íbúðalánasjóði er heimilt að krefjast endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðar vegna vottorða og gagna sem aflað er annars staðar frá, s.s. veðbandayfirlits fasteignar.

Fyrir ljósrit eða afrit af skjölum er heimilt að krefjast 20 kr. fyrir hverja blaðsíðu í stærðinni A4 eða A5, allt að 100 síðum en 15 kr. fyrir hverja blaðsíðu umfram það.

Fyrir ljósrit eða afrit skjala í stærðinni A3 er heimilt að krefjast 30 kr. fyrir hverja blaðsíðu og 40 kr. í stærðinni A2.

7. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 49. og 50. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 22. febrúar 2017.

Þorsteinn Víglundsson
félags- og jafnréttismálaráðherra.

Anna Lilja Gunnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.