Velferðarráðuneyti

997/2012

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 917/2011 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. Í stað orðanna "31. desember 2012" í síðari málsl. 1. mgr. kemur: 31. desember 2013.
  2. Við greinina bætast fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða pörum/einhleypri konu 65% útlagðs kostnaðar vegna fyrstu meðferðar, sbr. 1. og 2. mgr., þegar um er að ræða yfirvofandi ófrjósemis­vandamál konunnar vegna fyrirsjáanlegrar lyfjameðferðar, geislameðferðar eða bein­mergs­flutnings.

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða 65% útlagðs kostnaðar vegna ástungu á eista og frystingu sáðfruma þegar um er að ræða karlmenn með yfirvofandi ófrjósemisvandamál vegna fyrirsjáanlegrar lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings.

Í þeim tilfellum sem tilgreind eru í 4. og 5. mgr. er Sjúkratryggingum Íslands heimilt að greiða 90% útlagðs kostnaðar vegna geymslugjalds á frystum fósturvísum/sáðfrumum, þó að hámarki í 10 ár.

Endurgreiðslan skv. 5. og 6. mgr. miðast við gjaldskrá sem Sjúkratryggingar Íslands gefa út.

2. gr.

8. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Í stað orðanna "31. desember 2012" í fyrri málsl. greinarinnar kemur: 31. desember 2013.

3. gr.

Á eftir 8. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem verður 9. gr. svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Heimild til kostnaðarþátttöku í fyrstu meðferð, sbr. 4. og 5. mgr. 3. gr., gildir frá og með 1. janúar 2012.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 19. gr., 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 12. nóvember 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Hrönn Ottósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica