Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

1259/2025

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 414/2014 um stafrænar landupplýsingar.

1. gr.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1010 frá 5. júní 2019 um samræmingu á kvöðum um skýrslugjöf á sviði löggjafar í tengslum við umhverfið og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 166/2006 og (ESB) nr. 995/2010, tilskipunum Evrópuþingins og ráðsins 2002/49/EB, 2004/35/EB, 2007/2/EB, 2009/147/EB og 2010/63/ESB, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 338/97 og (EB) nr. 2173/2005 og tilskipun ráðsins 86/278/EBE sem vísað er til í tölulið 1j, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 300/2024, þann 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 1045-1057. Þrátt fyrir 1. málsl. öðlast ESB-gerðin gildi hér á landi með eftirfarandi viðbótum:
    1. Orðið "21(3)" í staflið b) fellur brott.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1010 frá 5. júní 2019 um samræmingu á kvöðum um skýrslugjöf á sviði löggjafar í tengslum við umhverfið og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 166/2006 og (ESB) nr. 995/2010, tilskipunum Evrópuþingins og ráðsins 2002/49/EB, 2004/35/EB, 2007/2/EB, 2009/147/EB og 2010/63/ESB, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 338/97 og (EB) nr. 2173/2005 og tilskipun ráðsins 86/278/EBE.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 13. gr. laga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, nr. 44/2011, og öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. nóvember 2025.

F. h. r.

Stefán Guðmundsson.

Björn Helgi Barkarson.

B deild - Útgáfudagur: 28. nóvember 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica