Umhverfisráðuneyti

686/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum með síðari breytingum.

1. gr.

Töluliður nr. 5 í 2. mgr. 8. gr. orðast svo:
Heimilt er að veiða rjúpu frá 15. október til og með 22. desember nema innan svæðis sem markast í norðri af lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Mosfellsbæ, austurhluta Mosfellsheiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi og Skálafells og Skálafellshálsi í Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð og Kjósarhreppi. Hið friðaða svæði í Skálafelli og Skálafellshálsi markast af Kjósarskarðsvegi (48) frá vegamótum við Þingvallaveg (360) að vegamótum við Meðalfellsveg (461) og þaðan að brú á Svínadalsá og er ánni síðan fylgt að mörkum Reykjavíkur um Svínaskarð. Norðurhluti svæðisins markast síðan af Þingvallavegi frá gatnamótum Kjósarskarðsvegar að Grafningsvegamótum og þaðan af línu sem dregin er í austur frá Grafningsvegamótum í Þingvallavatn. Svæðið markast í austri af Þingvallavatni og fylgir síðan Soginu og Ölfusá til sjávar.

Innan ofangreindra marka, sjá meðfylgjandi kort, er öll rjúpnaveiði óheimil til 2007.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. gr. nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með ofangreindum gildistíma.


Umhverfisráðuneytinu, 30. september 2002.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigurður Á. Þráinsson.

Fylgiskjal.





Þetta vefsvæði byggir á Eplica