Umhverfisráðuneyti

970/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 392/1997 um mjólk og mjólkurvörur. - Brottfallin

1. gr.

3. ml. 6. gr. orðist svo:
Ákvæði um flokkun mjólkur, verðfellingu og sölubann koma fram í viðauka III.


2. gr.

1. ml. 11. gr. orðist svo:
Mjólkurstöðvar skulu mánaðarlega senda skýrslu til Hollustuverndar ríkisins og héraðsdýralæknis um flokkun mjólkur í 2. og 3. flokk, sbr. viðauka III, frá hverjum einstökum framleiðenda í hverri viku.


3. gr.

Tölul. 1 í ákvæði til bráðabirgða fellur brott.


4. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á viðauka III:

1. töluliður orðast svo:
Mjólkurstöðvar skulu flokka mjólk sem þær taka á móti, eftir sýnum af kældri mjólk, sem tekin hafa verið úr kæligeymi framleiðandans, samkvæmt ákvæðum 19. greinar. Séð skal til þess að sýnin berist rannsóknarstofu eins fljótt og kostur er, að þau séu óskemmd og í þannig ástandi að gæðum mjólkurinnar sé rétt lýst. Flokkun skal framkvæma vikulega á mjólk hvers framleiðanda og skal hún a.m.k. einu sinni í mánuði fara fram á mánudegi eða þriðjudegi. Mjólkurframleiðendum skulu ávallt kynntar niðurstöður flokkunar eigin mjólkur. Þegar mjólk einhvers framleiðanda stenst ekki gæðakröfur um 1. flokks mjólk, skal hún verðfelld samkvæmt ákvæðum 4. tl. og skal bæði framleiðanda og viðkomandi héraðsdýralækni tilkynnt um slíkar niðurstöður tafarlaust. Sömu aðilum skal tilkynnt um sölubann vegna frumutölu, sbr. ákvæði 4. tl.

2. töluliður orðast svo:

a) Flokkun samkvæmt heildargerlafjölda skal framkvæmd vikulega.
b) Mæling á frumutölu skal framkvæmd vikulega.

Mjólkurstöðvum er heimilt að flokka mjólk oftar en að ofan greinir. Flokkun samkvæmt fjölda hitaþolinna gerla, fjölda kuldaþolinna gerla, magni dvalargróa loftfælinna gerla og flokkun samkvæmt skynmati er heimilt að nota við mjólkureftirlit en ekki til verðfellingar.

3. töluliður orðast svo:

Flokkun skal framkvæmd samkvæmt niðurstöðum eftirfarandi aðferða:

a) Heildargerlatalning með BactoScan aðferð eða gerlaræktun:
BactoScan aðferð,
1. fl. Til og með 600.000 gerlastök/ml
2. fl. Yfir 600.000 til og með 3.000.000 gerlastök/ml
3. fl. Yfir 3.000.000 gerlastök/ml
Gerlaræktun framkvæmd við 30°C í 72 klukkustundir,
1. fl. Til og með 100.000 gerlar/ml
2. fl. Yfir 100.000 til og með 250.000 gerlar/ml
3. fl. Yfir 250.000 gerlar/ml
b) Fjöldi hitaþolinna gerla1):
Hitun við 62°C í 30 mín. og síðan gerlaræktun við 30°C í 72 klst.
1. fl. Til og með 5.000 gerlar/ml
2. fl. Yfir 5.000 til og með 25.000 gerlar/ml
3. fl. Yfir 25.000 gerlar/ml
c) Fjöldi kuldaþolinna gerla1):
Ræktun við 17°C í 16-20 klst. og síðan við 7°C í 72 klst.
1. fl. Til og með 25.000 gerlar/ml
2. fl. Yfir 25.000 til og með 100.000 gerlar/ml
3. fl. Yfir 100.000 gerlar/ml
d) Frumutala2):
Fossomatic (eða aðrar aðferðir, sem eru sambærilegar og viðurkenndar)
1. fl. Til og með 400.000 frumur/ml
e) Lyfjaleifar mældar með viðurkenndum aðferðum
Niðurstaða prófs/mats á lyfjaleifum er annað hvort jákvæð eða neikvæð.
f) Ákvörðun á magni dvalargróa loftfælinna gerla1):
Hitun við 80°C í 10 mín., síðan gerlaræktun við 30°C í 72 klst. (eða aðrar aðferðir, sem eru sambærilegar og viðurkenndar).
1. fl. Enginn vöxtur/ml eftir 72 klst.
2. fl. Vöxtur eftir 48 -72 klst.
3. fl. Vöxtur á fyrstu 48 klst.
g) Lyktar- og bragðskynmat í mjólkurstöð1):
1. fl. Engin prufa með lyktar-/bragðgalla í mánuðinum
2. fl. Greinilega lyktar-/bragðgalli í mánuðinum
3. fl. Sterkur lyktar-/bragðgalli í mánuðinum
4. töluliður orðast svo:

Reglur sem gilda um verðfellingu eftir framangreindum flokkunaraðferðum:
Við flokkun samkvæmt 3. tl., lið a skal mjólkin flokkuð í hverri viku samkvæmt slökustu flokkun í hverri viku og fæst þannig eitt sýni í viku og þar með fjögur í mánuði.

Verðfellingu skal reikna sem hér segir:
Fyrir hvert sýni sem fer í annan flokk, skal verðfellt um 2%
Fyrir hvert sýni sem fer í þriðja flokk, skal verðfellt um 5%
Samanlögð prósenta einstakra flokka skal gilda sem heildarverðfelling fyrir allt mjólkurmagn framleiðandans í mánuðinum. Verðfelling fyrir hvern lítra mjólkur skal reiknuð af grundvallarverði sem gildir á hverjum tíma.

Reglur sem gilda um sölubann vegna frumutölu:
Reiknað skal út rúmfræðilegt (geometriskt) meðaltal frumutölumælinga í mánuðinum og flokka samkvæmt d lið 3. tl. og reikna síðan sem eitt sýni í mánuði. Svo lengi sem meðaltal frumutölu í mánuði er viðvarandi yfir mörkum fyrir fyrsta flokks mjólk skulu meðaltöl undangenginna mánaða reiknast með sem eitt sýni fyrir hvern mánuð, þó mest fjögur sýni. Standist mjólkin ekki kröfur um mjólk í 1. flokki er mjólkurstöð óheimilt að kaupa mjólkina.

Reglur sem gilda ef lyfjaleifar mælast í innleggsmjólk:
Ef lyfjaleifar mælast í innleggsmjólk fær framleiðandinn ekki greiðslu fyrir mjólkurinnleggið. Mjólkurinnleggið reiknast þó til greiðslumarks.
5. og 6. töluliður standa óbreyttir.


5. gr.


Viðauki IV fellur niður.


6. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 21. desember 2000.

Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.


1) Viðmiðanir sem leiða ekki til verðfellinga, en eru heimilar til aðstoðar við mjólkureftirlit.
2) Rúmfræðilegt meðaltal 4 mælinga í mánuðinum. Formúla fyrir rúmfræðilegt meðaltal er eftirfarandi:


Dæmi: 4 mælingar; 300, 290, 310 og 400 verða


Þetta vefsvæði byggir á Eplica