Umhverfisráðuneyti

849/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. - Brottfallin

1. gr.

6. mgr. 15. gr. orðist svo:
15.6 Í starfsleyfi skal tilgreina eftirlit með losun, hvað varðar mæliaðferðir, mælitíðni og matsaðferðir. Tilgreina skal tíðni og umfang eftirlitsmælinga. Að jafnaði skal tíðni eftirlitsmælinga vera eins og fram kemur í 2. mgr. 12. gr. í reglugerð um mengunarvarnaeftirlit. Einnig skulu vera ákvæði um skyldu rekstraraðila til þess að láta eftirlitsaðila í té þau gögn sem nauðsynleg eru til þess að kanna hvort skilyrðum starfsleyfisins sé fullnægt. Heimilt er að taka tillit til kostnaðar og ávinnings við mælingar samkvæmt þessari málsgrein vegna atvinnurekstrar í lið 6.6 í I. viðauka.


2. gr.

10. mgr. 15. gr. orðist svo:
15.10 Óheimilt er að auglýsa tillögu að starfsleyfi vegna framkvæmda sem taldar eru upp í viðauka 2 með lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrr en ákvörðun Skipulagsstofnunar um hvort framkvæmdin er matskyld liggur fyrir, sbr. þó 1. mgr. 22. gr.


3. gr.

22. gr. orðist svo:

Starfsleyfisskyldur atvinnurekstur.
22. gr.

22.1 Nú er starfsleyfisskyldur atvinnurekstur, sem reglugerð þessi gildir um, háður mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum og reglum þar að lútandi og skal þá niðurstaða matsins liggja fyrir áður en tillaga að starfsleyfi er auglýst, sbr. 24. gr.

22.2 Ef ekki er fallist á fyrirhugaðan atvinnurekstur í mati á umhverfisáhrifum, samkvæmt 1. mgr., er óheimilt að gefa út starfsleyfi.

22.3 Framkvæmdaraðila er heimilt að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar að vinna að matsáætlun í samráði við starfsleyfisveitanda þannig að á sama tíma verði unnið að matsskýrslu og undirbúningi að starfsleyfi áður en endanleg umsókn um starfsleyfi, sbr. 10. gr., liggur fyrir. Þegar þannig háttar getur framkvæmdaraðili, með samþykki starfsleyfisveitanda, birt drög að starfsleyfi í matsskýrslu.


4. gr.

11. töluliður í fylgiskjali 1 orðist svo:

11. a. Eldi sjávar og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla > 6000 tonn
og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla > 600 tonn og fráveita í ferskvatn
1
b. Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er milli 3000
og 6000 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er milli
300 og 600 tonn og fráveita í ferskvatn
2
c. Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársfrl. er milli 1000 og
3000 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla
milli 100 og 300 tonn og fráveita í ferskvatn
3
d. Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er milli
200 og 1000 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla
er milli 20 og 100 tonn og fráveita í ferskvatn
4


4. gr.

C-og d-liður 12. töluliðar í fylgiskjali orðist svo:

c. Meðferð úrgangs - móttökustöðvar sveitarfélaga:
Flokkunarmiðstöðvar, urðunarstaðir og sorpbrennslustöðvar þar sem tekið
er á móti 50 - 599 tonnum af úrgangi eða færri en1 þúsund einstaklingum
er þjónað eða urðunarstaðir þar sem eingöngu er tekið á móti óvirkum
úrgangi og/eða garðaúrgangi, 20.000 tonnum á ári eða meira.
3
d. Meðferð úrgangs - móttökustöðvar sveitarfélaga:
Urðunarstaðir þar sem tekið er á móti minna en 20.000
tonnum á ári af óvirkum úrgangi og/eða garðaúrgangi.
4


5. gr.

13. töluliður í fylgiskjali 1 orðist svo:

13. a. Meðhöndlun og förgun spilliefna þar sem heimild er til móttöku
á meira en 1000 tonnum af spilliefnum á ári
2
b. Meðhöndlun og förgun spilliefna þar sem heimild er til móttöku á meira
en 100 en minna en 1000 tonnum af spilliefnum á ári eða til að endurmynda
og nýta úrgangsolíu á staðnum í minna magni en 10.000 t á ári.
3
c. Meðhöndlun og förgun spilliefna þar sem heimild er til móttöku
á minna en 100 tonnum af spilliefnum á ári eða fyrirtæki þar sem
einvörðungu er tekið á móti rafgeymum.
4


6. gr.

Níundi liður í fyrsta tölulið í fylgiskjali 2 orðist svo:

1.9 Bræðsla og málmblanda sem ekki er járn- eða stálvinnsla minna
en 4 t/dag af blý og kadmíum eða minna en 20 t/dag af öðrum málmum.
2


7. gr.

Fyrsti liður í 9. tölulið í fylgiskjali 2 orðist svo:

9.1 Virkjanir og orkuveitur
a. 2-10 MW
5
b. 10-50 MW
4
c. > 50 MW, sem ekki eru brennslustöðvar
3
d. Jarðvarmavirkjanir á háhitasvæðum > 50 MW
2


8. gr.

Þriðji liður í 2. tölulið í viðauka I orðist svo:

2.3 Stöðvar þar sem málmur sem inniheldur járn eða stál er unnið:
a) með heitvölsunarvélum sem hafa meiri vinnslugetu en 20 tonn
á klukkustund af hrástáli,
2
b) í smiðjum þar sem slagkraftur hvers hamars er meiri en 50 kílójúl
við meira en 20 MW varmamyndun,
2
c) með því að gert er hlífðarlag úr bræddum málmi og sem hafa
meiri vinnslugetu en 2 tonn af hrástáli á klukkustund.
2


9. gr.

Fimmti liður í 2. tölulið í viðauka I orðist svo:

2.5 Stöðvar:
a) þar sem framleiðsla hrámálms, sem ekki er járn- eða stálvinnsla;
úr grýti, kirni eða endurframleitt hráefni, fer fram með málmvinnslu-
aðferðum, efnafræðilegum aðferðum eða rafgreiningaraðferðum.
1
b) þar sem bræðsla og málmblanda málma sem ekki eru járn- eða
stálvinnsla , einnig endurnýttra framleiðsluvara (hreinsun/endurbætur,
steypumótun o.s.frv.) fer fram og sem geta brætt 4 tonn af blýi og
kadmíum á dag eða 20 tonn af öllum öðrum tegundum málma á dag.
1


10. gr.
Heiti II. viðauka orðist svo:
Skrá yfir reglugerðir þar sem fram koma losunarmörk, umhverfismörk og/eða gæðamarkmið.


11. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunavarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 16. nóvember 2000.

Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica