Umhverfisráðuneyti

47/2001

Reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð nr. 400/1998. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

2. gr. 7. orðast svo:

Menntun og reynsla skipulagsfulltrúa og annarra þeirra
sem falin er gerð skipulagsáætlana.

Rétt til þess að starfa sem skipulagsfulltrúar hafa þeir sem uppfylla skilyrði 2. mgr. Áður en sveitarstjórn ræður skipulagsfulltrúa skal hún leita umsagnar Skipulagsstofnunar.

Eftirtaldir geta orðið skipulagsfulltrúar:

1. Skipulagsfræðingar sem hlotið hafa heimild iðnaðarráðherra til starfsheitisins samkvæmt lögum um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum.
2. Arkitektar, byggingarfræðingar, innanhússarkitektar, landslagsarkitektar, rafiðnfræðingar, tæknifræðingar og verkfræðingar sem hlotið hafa heimild til þeirra starfsheita samkvæmt lögum um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum og hafa sérhæft sig á sviði skipulagsmála í námi eða með starfsreynslu. Með sérhæfingu á sviði skipulagsmála er átt við að viðkomandi hafi lagt stund á nám á sviði svæðis-, aðal- eða deiliskipulags og/eða unnið að svæðis-, aðal- eða deiliskipulagi í a.m.k. tvö ár.

Umhverfisráðherra er heimilt að veita sveitarstjórnum tímabundna undanþágu frá 1. mgr. þar sem ekki fæst réttindamaður í starfið. Skal slík heimild veitt til eins árs í senn og skal því aðeins framlengd að reynt hafi verið að fá til starfans réttindamann.

Þeir starfsmenn sveitarfélaga sem sinntu skipulagsmálum við gildistöku skipulags- og byggingarlaga skulu hafa rétt til að gegna starfi sínu áfram, þótt þeir fullnægi ekki skilyrðum þeim sem greint er frá hér að framan.

Réttindi til skipulagsgerðar hafa þeir sömu og hafa rétt til að sinna starfi skipulagsfulltrúa.

Skipulagsstofnun gefur út lista yfir þá sem sinna starfi skipulagsfulltrúa og/eða sinna skipulagsgerð. Skipulagsstofnun sendir listann tvisvar á ári til sveitarstjórna.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 10. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 17. janúar 2001.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica