Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

959/2013

Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 1101/2004 um markaðssetningu sæfiefna. - Brottfallin

1. gr.

Í stað skilgreiningarinnar Sæfiefni í 3. gr. kemur ný skilgreining, svohljóðandi:

Sæfivara (sæfiefni):

-

sérhvert efni eða blanda, í því formi sem efnið eða blandan er afhent notendum, sem samanstendur af, inniheldur eða myndar eitt eða fleiri virk efni og er ætlað að eyða skaðlegum lífverum, bægja þeim frá, gera þær skaðlausar, koma í veg fyrir áhrif þeirra eða verjast þeim með öðrum hætti en eingöngu efnislegum eða vélrænum aðferðum,

-

sérhvert efni eða blanda sem myndast úr efnum eða blöndum sem sjálf falla ekki undir fyrsta undirlið og er ætlað að eyða skaðlegum lífverum, bægja þeim frá, gera þær skaðlausar, koma í veg fyrir áhrif þeirra eða verjast þeim með öðrum hætti en eingöngu efnislegum eða vélrænum aðferðum.



2. gr.

Ákvæði til bráðabirgða í reglugerðinni fellur brott.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á V. viðauka við reglugerðina:

  1. Í stað fyrirsagna dálka og neðanmálsgreina í töflu í A-hluta V. viðauka koma fyrirsagnir dálka og neðanmálsgreinar, sbr. I. viðauka við reglugerð þessa.
  2. Í stað texta í 3. dálki, sem ber heitið IUPAC-heiti Auðkennisnúmer, fyrir færslu nr. 24 í töflu í A-hluta V. viðauka kemur: Tvínatríumtetrabórat, EB-nr.: 215-540-4, CAS-númer (vatnsfrítt): 1330-43-4, CAS-númer (pentahýdrat): 12179-04-3, CAS-númer (dekahýdrat): 1303-96-4.
  3. Í töflu í A-hluta V. viðauka, "Virk efni sem heimilt er að nota í sæfiefni", bætast við efni, sbr. töflu í II. viðauka við þessa reglugerð.

4. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/2/ESB frá 9. febrúar 2012 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virku efnunum kopar(II)oxíði, kopar(II)hýdroxíði og basísku koparkarbónati í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 162/2012, þann 28. september 2012.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/3/ESB frá 9. febrúar 2012 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu bendíókarb í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 162/2012, þann 29. september 2012.
  3. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/14/ESB frá 8. maí 2012 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu metýlnónýlketon í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2013, þann 4. maí 2013.
  4. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/15/ESB frá 8. maí 2012 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu dísartréskjarna í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2013, þann 4. maí 2013.
  5. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/16/ESB frá 10. maí 2012 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu vetnisklóríð/saltsýru í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2013, þann 4. maí 2013.
  6. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/20/ESB frá 6. júlí 2012 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu flúfenoxúrón við fyrir vöruflokk 8 í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2013, þann 4. maí 2013.
  7. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/22/ESB frá 22. ágúst 2012 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu DDA karbónati í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2013, þann 4. maí 2013.
  8. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/38/ESB frá 23. nóvember 2012 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu cis-tríkos-9-en í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2013, þann 16. júlí 2013.
  9. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/40/ESB frá 26. nóvember 2012 um leiðréttingu á I. viðauka tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2013, þann 16. júlí 2013.
  10. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/41/ESB frá 26. nóvember 2012 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu nónansýru í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2013, þann 16. júlí 2013.
  11. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/42/ESB frá 26. nóvember 2012 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu vetnissýaníð í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2013, þann 16. júlí 2013.
  12. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/43/ESB frá 26. nóvember 2012 um breytingu á tilteknum fyrirsögnum í I. viðauka tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2013, þann 16. júlí 2013.
  13. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2013/3/ESB frá 14. febrúar 2013 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu þíametoxam í I. viðauka við hana fyrir vöruflokk 18, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2013, þann 16. júlí 2013.
  14. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2013/4/ESB frá 14. febrúar 2013 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu dídekýldímetýlammóníumklóríð í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2013, þann 16. júlí 2013.
  15. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2013/5/ESB frá 14. febrúar 2013 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu pýriproxýfen í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2013, þann 16. júlí 2013.
  16. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2013/6/ESB frá 20. febrúar 2013 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu díflúorbensamíð í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2013, þann 16. júlí 2013.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 15. október 2013.

F. h. r.

Stefán Thors.

Sigríður Auður Arnardóttir.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica