Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

636/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Umhverfisstofnun getur þó heimilað veiðar á törfum frá 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til 20. september að fenginni umsögn hreindýraráðs.
  2. 5. mgr. verður svohljóðandi:

Óheimilt er að fella kálfa með felldum kúm. Umhverfisráðherra getur að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun og Náttúrustofu Austurlands vikið frá þessu ákvæði fyrir tiltekið tímabil og ákveðið að kálfar með felldum kúm séu felldir ef þess er kostur. Skal slík ákvörðun auglýst sérstaklega, sbr. 1. mgr., og skulu felldir kálfar tilkynntir og greitt fyrir þá í samræmi við auglýsta gjaldskrá.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 28. júlí 2010.

F. h. r.

Hugi Ólafsson.

Íris Bjargmundsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.