Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

1260/2025

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1061/2018 um raf- og rafeindatækjaúrgang.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki, VI. viðauki, sem birtur er með reglugerð þessari.

2. gr.

Í stað 2. málsl. 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar kemur: Við skráningu skal framleiðandi, innflytjandi eða viðurkenndur fulltrúi eftir því sem við á, veita þær upplýsingar sem koma fram í viðauka VI.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/290 frá 19. febrúar 2019 um snið fyrir skráningu og skýrslugjöf framleiðenda raf- og rafeindabúnaðar til skrárinnar, sem vísað er til í lið 9eb XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og í lið 32fab XX. viðauka eins og þeim var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 320/2022, þann 9. desember 2022. Framkvæmdarreglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8/2023, 26. janúar 2023, bls. 277-287.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. mgr. 50. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, og tekur þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. nóvember 2025.

F. h. r.

Stefán Guðmundsson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

B deild - Útgáfudagur: 28. nóvember 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica