Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

576/2025

Reglugerð um (30.) breytingu á reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2576 frá 2. október 2024 um að samþykkja 2-metýl-4-oxó-3-(próp-2- ýnýl)sýklópent-2-en-1-ýl-2,2-dímetýl-3-(2-metýlpróp-1-enýl)sýklóprópankarboxýlat (pralletrín) sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tl. 12zzzzzzzzzzzd XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2025, þann 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 555-558.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2635 frá 3. október 2024 um að samþykkja silfursinkseólít sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokkum 2, 7 og 9 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tl. 12zzzzzzzzzzze XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2025, þann 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 559-565.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2964 frá 29. nóvember 2024 um að samþykkja myndefni bórsýru með dídekýlamíni og etýlenoxíði (fjölliðubetaín) sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tl. 12zzzzzzzzzzzl XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2025, þann 14. mars 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 28 frá 30. apríl 2025, bls. 604-608.

 

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2576 frá 2. október 2024 um að samþykkja 2-metýl-4-oxó-3-(próp-2- ýnýl)sýklópent-2-en-1-ýl-2,2-dímetýl-3-(2-metýlpróp-1-enýl)sýklóprópankarboxýlat (pralletrín) sem fyrirliggjandi virkt efni til notk­unar í sæfivörur í vöruflokki 18 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2635 frá 3. október 2024 um að samþykkja silfursinkseólít sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöru­flokkum 2, 7 og 9 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2964 frá 29. nóvember 2024 um að samþykkja myndefni bórsýru með dídekýlamíni og etýlenoxíði (fjölliðubetaín) sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga, nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. maí 2025.

 

F. h. r.

Stefán Guðmundsson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica