Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

814/2014

Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 1101/2004 um markaðssetningu sæfiefna. - Brottfallin

1. gr.

Í töflu í A-hluta V. viðauka, "Virk efni sem heimilt er að nota í sæfiefni", bætast við efni, sbr. töflu í I. viðauka við þessa reglugerð.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2013/7/ESB frá 21. febrúar 2013 um breyt­ingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu, alkýl(C12-16)-dímetýlbensýlammóníumklóríði við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2013, þann 8. október 2013.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2013/27/ESB frá 17. maí 2013 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu klórfenapýr við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 224/2013, þann 13. desember 2013.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013. Reglu­gerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 12. september 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica