Fara beint í efnið

Prentað þann 24. apríl 2024

Breytingareglugerð

225/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 664/2012, um Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn o.fl.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
    Að auki skal fulltrúi sveitarfélaga á svæðinu eiga sæti í fagráðinu.
  2. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo:
    Fagráðið skal vera forstöðumanni náttúrurannsóknastöðvarinnar til ráðgjafar um vísindastarf stofnunarinnar, rannsóknastefnu, upplýsingagjöf til heimamanna og almenings og fagleg tengsl við aðrar stofnanir sem stunda rannsóknir á vatnasviði Mývatns og Laxár í samræmi við lög.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 7. og 8. gr. laga nr. 97/2004, um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu og öðlast gildi við birtingu.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 19. febrúar 2014.

F. h. r.

Stefán Thors.

Jón Geir Pétursson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.