Innviðaráðuneyti

1533/2025

Reglugerð um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna afnáms b-faggildingar.

I. KAFLIBreyting á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna,
notkun ökurita og eftirlit nr. 605/2010.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: Starfsleyfi sem þegar hafa verið útgefin á grundvelli B-faggildingar halda gildi sínu til 30. júní 2026 þrátt fyrir að B-faggilding hafi verið afturkölluð af faggildingarsviði Hugverkastofu.

II. KAFLIBreyting á reglugerð um prófun á ökuritum nr. 572/1995.

2. gr.

Í stað orðanna "31. desember 2025" í ákvæði til bráðabirgða við reglugerðina kemur: 30. júní 2026.

III. KAFLIBreyting á reglugerð um frágang á hraðatakmarkara í bifreið nr. 71/1998.

3. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: Starfsleyfi sem þegar hafa verið útgefin á grundvelli B-faggildingar halda gildi sínu til 30. júní 2026 þrátt fyrir að B-faggilding hafi verið afturkölluð af faggildingarsviði Hugverkastofu.

IV. KAFLIBreyting á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.

4. gr.

Við ákvæði til bráðabirgða við reglugerðina bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Starfsleyfi sem þegar hafa verið útgefin á grundvelli B-faggildingar halda gildi sínu til 30. júní 2026 þrátt fyrir að B-faggilding hafi verið afturkölluð af faggildingarsviði Hugverkastofu.

V. KAFLIGildistaka.

5. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 54., 69. og 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 19. desember 2025.

Eyjólfur Ármannsson.

Ingilín Kristmannsdóttir.

B deild - Útgáfudagur: 30. desember 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica