Sjávarútvegsráðuneyti

523/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 669, 12. ágúst 2004, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2004/2005. - Brottfallin

1. gr.

Aftan við 1. málslið 5. mgr. 10. gr. komi nýr málsliður er orðast svo: Þá skal útgerð skips greiða 4.500 kr. hafi komið til skeytasendingar Fiskistofu til útgerðar og skipstjóra samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna, með síðari breytingum.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna til þess að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 3. júní 2005.

F. h. r.
Vilhjálmur Egilsson.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica