Sjávarútvegsráðuneyti

411/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 496, 7. júlí 2000, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2000/2001. - Brottfallin

1. gr.

Í stað 1. - 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Tilkynna skal Fiskistofu fyrirfram um flutning aflamarks á eyðublaði sem Fiskistofa gefur út og öðlast flutningurinn ekki gildi fyrr en Fiskistofa hefur staðfest hann. Í tilkynningunni skulu koma fram upplýsingar um nöfn og skipaskrárnúmer þeirra skipa sem aflamark er flutt á milli og magn aflamarks, auk upplýsinga um verð aflamarks nema skipin séu í eigu sama aðila. Eigandi og útgerðaraðili þess skips sem aflamarkið er flutt frá skulu undirrita og leggja fram tilkynningu um flutning og skal tilkynningin einnig vera undirrituð af eiganda eða útgerðaraðila þess skips sem aflamarkið er flutt til. Ákvæði ofangreindra málsliða gilda einnig um flutning á þorskaflahámarki eftir því sem við á. Tilkynningu um flutning aflamarks skal fylgja staðfesting Verðlagsstofu skiptaverðs um að fyrir liggi samningur útgerðar og áhafnar, þess báts sem aflamarkið er flutt til, um fiskverð til viðmiðunar hlutaskiptum. Skal sá samningur uppfylla kröfur sem Verðlagsstofa skiptaverðs gerir samkvæmt ákvæðum laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna með síðari breytingum. Telji Verðlagsstofa skiptaverðs að gildissvið laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, með síðari breytingum, nái ekki yfir viðkomandi skip, skal staðfesting Verðlagsstofu skiptaverðs lúta að því. Sá sem tilkynnir um flutning aflamarks skal greiða Fiskistofu flutningsgjald að fjárhæð kr. 2.000 með hverri tilkynningu. Gjaldið skal greitt í síðasta lagi við afhendingu tilkynningar og er það óendurkræft.

Fiskistofa skal daglega birta aðgengilegar upplýsingar um flutning aflamarks þar á meðal um magn eftir tegundum, auk upplýsinga um verð, þar sem við á.

Krókaflamark verður ekki flutt til báts með aðra gerð veiðileyfis og aðeins til báts, sem er undir 6 brl. eða 6 brúttótonnum.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum, laga nr. 57, 3. júní 1996 um umgengni um nytjastofna sjávar og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Frá sama tíma falla úr gildi reglugerð nr. 146, 7. mars 2000, um tegundir sem undanþegnar eru viðskiptum á Kvótaþingi og reglur fyrir Kvótaþing Íslands frá 1. september 1999.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 1. júní 2001.

Árni M. Mathiesen.
Arndís Á. Steinþórsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica