Sjávarútvegsráðuneyti

242/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 64, 2. febrúar 1998, um þorskfisknet. - Brottfallin

242/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 64, 2. febrúar 1998, um þorskfisknet.

1. gr.

A-liður 2. mgr. 1. gr. orðist svo: Í Faxaflóa innan línu, sem dregin er réttvísandi 225° að Þormóðsskeri og þaðan um Hellnagölt til lands. Þó eru þorskfisknetaveiðar heimilar á tímabilinu frá 15. september til 31. mars norðan línu, sem dregin er úr Hellnagelti réttvísandi 53° að Búðahrauni.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 16. mars 2001.

Árni M. Mathiesen.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica