Sjávarútvegsráðuneyti

657/2005

Reglugerð um bann við kolmunnaveiðum austan Þórsbanka. - Brottfallin

1. gr.
Frá og með 8. júlí 2005, eru allar veiðar á kolmunna bannaðar austan Þórsbanka á svæði sem markast af línum sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
1. 64° 37´00 N – 09° 50´00 V
2. 64° 04´00 N – 09° 50´00 V
3. 64° 04´00 N – 10° 20´00 V
4. 64° 37´00 N – 10° 20´00 V


2. gr.
Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.


3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 1. júlí 2005.

F. h. r.
Þórður Eyþórsson.
Steinar I. Matthíasson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica