Sjávarútvegsráðuneyti

667/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 396, 22. apríl 2005, um úthafsrækjuveiðisvæði og notkun seiðaskilju við rækjuveiðar. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar mgr. sem orðist svo:

Heimilt er að nota yfirpoka við úthafsrækjuveiðar á þeim svæðum þar sem viðkomandi skipum eru heimilar veiðar með fiskibotnvörpu samkvæmt 5. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Þó er óheimilt að nota yfirpoka á svæðum þar sem veiðar með fiskibotnvörpu eru óheimilar eða áskilin er notkun smáfiskaskilju samkvæmt reglugerðum og skyndilokunum. Yfirpokanum skal komið fyrir á efra byrði poka vörpunnar yfir opinu þar sem fiskur skilst út.



Lágmarksmöskvastærð yfirpokans skal vera 135 mm.





2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 20. júlí 2005 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.





Sjávarútvegsráðuneytinu, 14. júlí 2005.


F. h. r.

Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica